Sægreifinn og Búllan í Washington Post 30. maí 2007 00:01 Örn Hreinsson, rekstrarstjóri Búllunnar. Greinarhöfundur Washington Post kallar mat Hamborgarabúllunnar og Sægreifans „köld kjarakaup“. MYND/E.Ól. Fallega var fjallað um veitingastaðina Hamborgarabúlluna og Sægreifann í grein í Washington Post fyrr í mánuðinum. Greinarhöfundur segir frá upplifun sinni og samferðamanns hans í ætisleit á götum Reykjavíkurborgar. Segir frá því hvernig þeir hrökkluðust frá hverjum veitingastaðnum á fætur öðrum eftir að hafa litið matseðlana augum, eða öllu heldur verð þeirra. Lýsir höfundurinn þeirri upplifun að sjá pakistanskan kjúklingakarrírétt verðlagðan á 27 dollara og pitsu á átján dollara. Hann tekur sérstaklega fram að hann hafi ferðast um margar dýrustu borgir heims. Verðið á Íslandi sprengi alla skala. Í greininni segir að þeir ferðafélagar hafi verið orðnir heldur framlágir og sársvangir er þeir loksins komu að Sægreifanum. Þar gæddu þeir sér á humarsúpu og hvalsteik og drukku heimabruggað víkingaöl með. Fyrir það borguðu þeir 45 bandaríkjadali. Á Sægreifanum fengu ferðalangarnir svo fregnir af því að í næsta húsi mætti fá bestu hamborgara Íslands. Bandaríkjamennirnir létu ekki segja sér það tvisvar og voru mættir á Hamborgarabúlluna í næsta hádegi. Þar snæddu þeir borgara og franskar úr bastkörfum og drukku mjólkurhristing með. Matinn, myndirnar af poppstjörnum upp um alla veggi og útsýnið yfir hafið kunnu þeir vel að meta. Máltíðin kostaði þá þrjátíu dollara. Tekið er fram í lok greinarinnar að Ísland snúist um svo mikið meira en mat. Hins vegar komi fátt í staðinn fyrir góða máltíð á sanngjörnu verði. Matur Sægreifans og Hamborgarabúllunnar væru „köld kjarakaup í hinni dýru höfuðborg Íslands“. Héðan og þaðan Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Fallega var fjallað um veitingastaðina Hamborgarabúlluna og Sægreifann í grein í Washington Post fyrr í mánuðinum. Greinarhöfundur segir frá upplifun sinni og samferðamanns hans í ætisleit á götum Reykjavíkurborgar. Segir frá því hvernig þeir hrökkluðust frá hverjum veitingastaðnum á fætur öðrum eftir að hafa litið matseðlana augum, eða öllu heldur verð þeirra. Lýsir höfundurinn þeirri upplifun að sjá pakistanskan kjúklingakarrírétt verðlagðan á 27 dollara og pitsu á átján dollara. Hann tekur sérstaklega fram að hann hafi ferðast um margar dýrustu borgir heims. Verðið á Íslandi sprengi alla skala. Í greininni segir að þeir ferðafélagar hafi verið orðnir heldur framlágir og sársvangir er þeir loksins komu að Sægreifanum. Þar gæddu þeir sér á humarsúpu og hvalsteik og drukku heimabruggað víkingaöl með. Fyrir það borguðu þeir 45 bandaríkjadali. Á Sægreifanum fengu ferðalangarnir svo fregnir af því að í næsta húsi mætti fá bestu hamborgara Íslands. Bandaríkjamennirnir létu ekki segja sér það tvisvar og voru mættir á Hamborgarabúlluna í næsta hádegi. Þar snæddu þeir borgara og franskar úr bastkörfum og drukku mjólkurhristing með. Matinn, myndirnar af poppstjörnum upp um alla veggi og útsýnið yfir hafið kunnu þeir vel að meta. Máltíðin kostaði þá þrjátíu dollara. Tekið er fram í lok greinarinnar að Ísland snúist um svo mikið meira en mat. Hins vegar komi fátt í staðinn fyrir góða máltíð á sanngjörnu verði. Matur Sægreifans og Hamborgarabúllunnar væru „köld kjarakaup í hinni dýru höfuðborg Íslands“.
Héðan og þaðan Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira