Mikinn fjölda þarf til að útstrikun hafi áhrif 12. maí 2007 08:45 Áskorun Jóhannesar Jónssonar í gær til kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður um að þeir striki yfir nafn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vakti athygli enda fátítt að fólk utan stjórnmála blandi sér í kosningabaráttu með jafn beinum hætti. Alltaf er eitthvað um að kjósendur striki yfir frambjóðendur en eftir því sem næst verður komist hefur útstrikun einu sinni haft áhrif á röð þeirra. Var það hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík í þingkosningunum 1946. Eftir harðvítugar deilur meðal flokksmanna um skipan listans var afráðið að Björn Ólafsson stórkaupmaður skipaði fimmta sætið og Bjarni Benediktsson, alþingismaður og borgarstjóri, hið sjötta. Stuðningsmenn Bjarna undu þeirri niðurstöðu illa og strikuðu yfir nafn Björns unnvörpum; með þeim árangri að Björn og Bjarni höfðu sætaskipti. En þótt útstrikun breyti ekki röð frambjóðenda getur hún dregið úr atkvæðamagni að baki þeim. Þannig hlaut Davíð Oddsson fleiri persónuleg atkvæði en Össur Skarphéðinsson í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum eftir að útstrikanir höfðu verið taldar. Engu að síður varð Össur fyrsti þingmaður kjördæmisins enda hafa útstrikanir ekki áhrif á heildaratkvæðafjölda lista. Ekki er með einföldu móti hægt að segja til um hve marga þarf til að útstrikun hafi áhrif; það ræðst af fylgi listans og sæti viðkomandi frambjóðanda. Þó má nefna sem dæmi að vilji kjósendur lista sem hlýtur tvö þingsæti hafna frambjóðandanum í öðru sæti þarf fjórðungur þeirra að strika yfir nafn hans. Hlutfallið eykst eftir því sem þingsætunum fjölgar og því ofar sem frambjóðandinn situr. Það sem kemst næst því að vera hliðstæða við auglýsingu Jóhannesar Jónssonar er auglýsingar sem birtust í Morgunblaðinu síðustu tvo daga fyrir forsetakosningarnar 1996. Að þeim stóðu Björgólfur Guðmundsson, áður framkvæmdastjóri Hafskips, Ómar Kristjánsson, kenndur við Þýsk-íslenska, og Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóra Flugleiða. Beindu þeir því til kjósenda að fara með atkvæði sitt af ábyrgðartilfinningu og á grundvelli réttra upplýsinga um frambjóðendur. Um leið voru rifjuð upp verk úr stjórnmálatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, sem naut mest fylgis í skoðanakönnunum. Meðal annars var bent á orð hans og gjörðir gegn fyrirtækjum sem þremenningarnir veittu forstöðu og vakin athygli á misvísandi yfirlýsingum hans um trúmál. Kosningar 2007 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Áskorun Jóhannesar Jónssonar í gær til kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður um að þeir striki yfir nafn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vakti athygli enda fátítt að fólk utan stjórnmála blandi sér í kosningabaráttu með jafn beinum hætti. Alltaf er eitthvað um að kjósendur striki yfir frambjóðendur en eftir því sem næst verður komist hefur útstrikun einu sinni haft áhrif á röð þeirra. Var það hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík í þingkosningunum 1946. Eftir harðvítugar deilur meðal flokksmanna um skipan listans var afráðið að Björn Ólafsson stórkaupmaður skipaði fimmta sætið og Bjarni Benediktsson, alþingismaður og borgarstjóri, hið sjötta. Stuðningsmenn Bjarna undu þeirri niðurstöðu illa og strikuðu yfir nafn Björns unnvörpum; með þeim árangri að Björn og Bjarni höfðu sætaskipti. En þótt útstrikun breyti ekki röð frambjóðenda getur hún dregið úr atkvæðamagni að baki þeim. Þannig hlaut Davíð Oddsson fleiri persónuleg atkvæði en Össur Skarphéðinsson í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum eftir að útstrikanir höfðu verið taldar. Engu að síður varð Össur fyrsti þingmaður kjördæmisins enda hafa útstrikanir ekki áhrif á heildaratkvæðafjölda lista. Ekki er með einföldu móti hægt að segja til um hve marga þarf til að útstrikun hafi áhrif; það ræðst af fylgi listans og sæti viðkomandi frambjóðanda. Þó má nefna sem dæmi að vilji kjósendur lista sem hlýtur tvö þingsæti hafna frambjóðandanum í öðru sæti þarf fjórðungur þeirra að strika yfir nafn hans. Hlutfallið eykst eftir því sem þingsætunum fjölgar og því ofar sem frambjóðandinn situr. Það sem kemst næst því að vera hliðstæða við auglýsingu Jóhannesar Jónssonar er auglýsingar sem birtust í Morgunblaðinu síðustu tvo daga fyrir forsetakosningarnar 1996. Að þeim stóðu Björgólfur Guðmundsson, áður framkvæmdastjóri Hafskips, Ómar Kristjánsson, kenndur við Þýsk-íslenska, og Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóra Flugleiða. Beindu þeir því til kjósenda að fara með atkvæði sitt af ábyrgðartilfinningu og á grundvelli réttra upplýsinga um frambjóðendur. Um leið voru rifjuð upp verk úr stjórnmálatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, sem naut mest fylgis í skoðanakönnunum. Meðal annars var bent á orð hans og gjörðir gegn fyrirtækjum sem þremenningarnir veittu forstöðu og vakin athygli á misvísandi yfirlýsingum hans um trúmál.
Kosningar 2007 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira