Árangur af íslenskri stefnufestu Einar K. Guðfinnsson skrifar 4. maí 2007 06:00 Sýnilegur árangur er nú að nást í baráttu okkar Íslendinga og annarra þjóða gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg. Þetta skiptir máli og er til marks um að þær margvíslegu og fjölþjóðlegu aðgerðir sem við Íslendingar höfum mjög knúið á um og tekið þátt í eru að bera árangur. Sú staðreynd að sex þessara skipa eru á leið til niðurrifs sýnir að útgerð þeirra gengur ekki lengur upp. Eigendur skipanna hafa í raun séð sitt óvænna og treysta sér ekki lengur til þess að halda þeim til veiða. Það eru ánægjuleg tíðindi og hljóta að teljast áfangasigur. Undanfarin ár höfum við haldið uppi eftirliti á Reykjaneshrygg. Í samvinnu við aðrar þjóðir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hefur mikið verið gert til þess að bægja ólöglegum skipum frá þessum veiðum. Sjóræningjastarfsemi þessara skipa, sem hafa stundað þarna ólöglegar veiðar hefur valdið okkur miklu tjóni. Það er alveg ljóst að karfastofninn þolir ekki það veiðiálag sem hefur verið undanfarin ár, meðal annars vegna veiða skipa sem þarna hafa ekki heimildir til veiða. Þetta eru skip sem gerð eru út undir hentifánum og hlíta engum reglum. Til viðbótar berst frá þeim afli inn á markaði, sem leiðir til undirboða og lækkar þar með tekjur íslenskra sjómanna og útgerða og þar með þjóðarbúsins í heild. Þetta er alvarlegt mál sem við höfum tekið föstum tökum. Með markvissum aðgerðum hafa veiðar þessara skipa verið gerðar dýrar og óhagkvæmar. Við höfum reynt að koma í veg fyrir að þau fái olíu, veiðarfæri, vistir eða aðra nauðsynlega þjónustu. Skipin hafa verið sett á svarta lista og nú í vetur voru samþykkt ný lög sem gefa okkur frekari tækifæri til þess að herða enn baráttu okkar. Þá hefur NEAFC sett nýjar reglur sem hafa nú gengið i gildi þar sem eftirlit í höfnum aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar er aukið. Allt þetta er liður í baráttu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar fyrir réttinum til auðlindanýtingar. Þeim rétti eigum við að fylgja fast eftir. Við sjáum af nýjum fréttum að slík barátta getur skilað árangri og því eigum við hvergi að hvika. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sýnilegur árangur er nú að nást í baráttu okkar Íslendinga og annarra þjóða gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg. Þetta skiptir máli og er til marks um að þær margvíslegu og fjölþjóðlegu aðgerðir sem við Íslendingar höfum mjög knúið á um og tekið þátt í eru að bera árangur. Sú staðreynd að sex þessara skipa eru á leið til niðurrifs sýnir að útgerð þeirra gengur ekki lengur upp. Eigendur skipanna hafa í raun séð sitt óvænna og treysta sér ekki lengur til þess að halda þeim til veiða. Það eru ánægjuleg tíðindi og hljóta að teljast áfangasigur. Undanfarin ár höfum við haldið uppi eftirliti á Reykjaneshrygg. Í samvinnu við aðrar þjóðir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hefur mikið verið gert til þess að bægja ólöglegum skipum frá þessum veiðum. Sjóræningjastarfsemi þessara skipa, sem hafa stundað þarna ólöglegar veiðar hefur valdið okkur miklu tjóni. Það er alveg ljóst að karfastofninn þolir ekki það veiðiálag sem hefur verið undanfarin ár, meðal annars vegna veiða skipa sem þarna hafa ekki heimildir til veiða. Þetta eru skip sem gerð eru út undir hentifánum og hlíta engum reglum. Til viðbótar berst frá þeim afli inn á markaði, sem leiðir til undirboða og lækkar þar með tekjur íslenskra sjómanna og útgerða og þar með þjóðarbúsins í heild. Þetta er alvarlegt mál sem við höfum tekið föstum tökum. Með markvissum aðgerðum hafa veiðar þessara skipa verið gerðar dýrar og óhagkvæmar. Við höfum reynt að koma í veg fyrir að þau fái olíu, veiðarfæri, vistir eða aðra nauðsynlega þjónustu. Skipin hafa verið sett á svarta lista og nú í vetur voru samþykkt ný lög sem gefa okkur frekari tækifæri til þess að herða enn baráttu okkar. Þá hefur NEAFC sett nýjar reglur sem hafa nú gengið i gildi þar sem eftirlit í höfnum aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar er aukið. Allt þetta er liður í baráttu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar fyrir réttinum til auðlindanýtingar. Þeim rétti eigum við að fylgja fast eftir. Við sjáum af nýjum fréttum að slík barátta getur skilað árangri og því eigum við hvergi að hvika. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar