Burt úr borginni 2. maí 2007 12:22 Á mánudaginn síðasta var greint frá því í Fréttablaðinu að fólk af Reykjavíkursvæðinu festi sér húsnæði í auknum mæli á Reykjanesinu. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Meðal annars uppbygging í Reykjanesbæ sem gerir svæðið að góðum valkosti og tvöföldun Reykjanesbrautarinnar sem auðveldar allar samgöngur. Líklega er það þó fyrst og fremst of hátt húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu sem fær fólk til að leita út fyrir bæinn þar sem það fær meira fyrir peninginn. Á Reykjanesinu eru nýjar íbúðir, raðhús og hús með innréttingum og heimilistækjum á mun lægra verði en í borginni. Lóðaverð er þar einnig mun hagstæðara en á höfuðborgarsvæðinu. Með bættum samgöngum setur fólk það ekki fyrir sig að keyra langar vegalengdir til vinnu. Reyndar tekur það svipaðan tíma að keyra til dæmis frá Keflavík til Hafnarfjarðar og það tekur að keyra frá Hafnarfirði í miðbæ Reykjavíkur. Fasteignasalar á Suðurnesjum segja áhuga fólks af Reykjavíkursvæðinu hafa vaxið mjög ört aðeins á nokkrum mánuðum. Áður fyrr þótti það nánast út í hött að búa á Reykjanesinu ef menn störfuðu á höfuðborgarsvæðinu. Ef menn vildu fá lægra húsnæðisverð leitaði fólk oftast í úthverfin. Nú virðist það vera tilbúið að leita enn lengra. Fleira má lesa út úr þessum hraðvaxandi áhuga. Fólk er hætt að bíða þess að íbúðarverð lækki á höfuðborgarsvæðinu eins og margir vonuðust til. Útlit er fyrir að verðlagning húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu breytist ekki héðan af. Svipuð þróun hefur átt sér stað í öllum helstu höfuðborgum heims. Íbúðarverð er langhæst í miðbænum en lækkar svo eftir því sem fjær dregur. Fólk hefur ekki efni á að búa í borginni og sækir því í næstu bæjarfélög. Í borg eins og New York búa flestir á stöðum eins og New Jersey eða Long Island en sækja vinnu inn á Manhattan. Umferðaröngþveitið á háannatíma er því mikið, rétt eins og orðið er í Reykjavík. Eitthvað er þó bogið við umferðaröngþveiti í borg þar sem aðeins búa um 100 þúsund manns. Munurinn á New York og Reykjavík er sá að þar er plássið af skornum skammti og íbúafjöldinn margfalt meiri. Fólksfjöldi og mikil ásókn hefur valdið því að fólk hefur raðað sér í háhýsin og allt í kringum New York. Hér er ekki það sama uppi á teningnum. Frekar er það aukin neysla sem hefur hrint af stað þessum breytingum. Allir eiga bíla og fólk vill orðið stærra húsnæði. Það sættir sig ekki lengur við pínulitlar íbúðir og fjölskyldur vilja í auknum mæli búa í einbýli. Suðurnesin hljóta að taka því fagnandi að þangað komi fólk. Og á meðan þessi þróun heldur áfram er aldrei að vita nema villtustu draumar fólks um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur verði að veruleika. Eitt er víst að landslag búsetu fólks á höfuðborgarsvæðinu er að breytast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun
Á mánudaginn síðasta var greint frá því í Fréttablaðinu að fólk af Reykjavíkursvæðinu festi sér húsnæði í auknum mæli á Reykjanesinu. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Meðal annars uppbygging í Reykjanesbæ sem gerir svæðið að góðum valkosti og tvöföldun Reykjanesbrautarinnar sem auðveldar allar samgöngur. Líklega er það þó fyrst og fremst of hátt húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu sem fær fólk til að leita út fyrir bæinn þar sem það fær meira fyrir peninginn. Á Reykjanesinu eru nýjar íbúðir, raðhús og hús með innréttingum og heimilistækjum á mun lægra verði en í borginni. Lóðaverð er þar einnig mun hagstæðara en á höfuðborgarsvæðinu. Með bættum samgöngum setur fólk það ekki fyrir sig að keyra langar vegalengdir til vinnu. Reyndar tekur það svipaðan tíma að keyra til dæmis frá Keflavík til Hafnarfjarðar og það tekur að keyra frá Hafnarfirði í miðbæ Reykjavíkur. Fasteignasalar á Suðurnesjum segja áhuga fólks af Reykjavíkursvæðinu hafa vaxið mjög ört aðeins á nokkrum mánuðum. Áður fyrr þótti það nánast út í hött að búa á Reykjanesinu ef menn störfuðu á höfuðborgarsvæðinu. Ef menn vildu fá lægra húsnæðisverð leitaði fólk oftast í úthverfin. Nú virðist það vera tilbúið að leita enn lengra. Fleira má lesa út úr þessum hraðvaxandi áhuga. Fólk er hætt að bíða þess að íbúðarverð lækki á höfuðborgarsvæðinu eins og margir vonuðust til. Útlit er fyrir að verðlagning húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu breytist ekki héðan af. Svipuð þróun hefur átt sér stað í öllum helstu höfuðborgum heims. Íbúðarverð er langhæst í miðbænum en lækkar svo eftir því sem fjær dregur. Fólk hefur ekki efni á að búa í borginni og sækir því í næstu bæjarfélög. Í borg eins og New York búa flestir á stöðum eins og New Jersey eða Long Island en sækja vinnu inn á Manhattan. Umferðaröngþveitið á háannatíma er því mikið, rétt eins og orðið er í Reykjavík. Eitthvað er þó bogið við umferðaröngþveiti í borg þar sem aðeins búa um 100 þúsund manns. Munurinn á New York og Reykjavík er sá að þar er plássið af skornum skammti og íbúafjöldinn margfalt meiri. Fólksfjöldi og mikil ásókn hefur valdið því að fólk hefur raðað sér í háhýsin og allt í kringum New York. Hér er ekki það sama uppi á teningnum. Frekar er það aukin neysla sem hefur hrint af stað þessum breytingum. Allir eiga bíla og fólk vill orðið stærra húsnæði. Það sættir sig ekki lengur við pínulitlar íbúðir og fjölskyldur vilja í auknum mæli búa í einbýli. Suðurnesin hljóta að taka því fagnandi að þangað komi fólk. Og á meðan þessi þróun heldur áfram er aldrei að vita nema villtustu draumar fólks um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur verði að veruleika. Eitt er víst að landslag búsetu fólks á höfuðborgarsvæðinu er að breytast.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun