Þriðjungur vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf 16. apríl 2007 06:45 Aðeins fleiri segjast nú, en í lok mars, vilja sjá áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir kosningarnar 12. maí. Nú segjast 34,8 prósent vilja að stjórnarsamstarfið haldi, en 24. mars sögðust 30,2 prósent vilja að stjórnarsamstarfið héldi áfram. Stuðningur við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf eykst meðal stuðningsfólks Framsóknarflokksins og segjast nú 91,7 prósent þeirra vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir kosningar. Hinn 24. mars sögðust 89,2 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokks vilja slíkt samstarf. Aðeins færri stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja nú áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokk, 57,8 prósent segjast vilja slíkt samstarf, en stuðningurinn var 62,1 prósent í mars. Þá hefur stuðningur við áframhaldandi samstarf aukist lítillega meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nú segjast 33,3 prósent þeirra vilja áframhaldandi stjórn, en í síðasta mánuði var hlutfallið 29,1 prósent. Í síðustu könnun blaðsins voru það jafnframt 30,2 prósent sem sögðust vilja stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað nokkuð og segjast nú 22,2 prósent vilja tveggja flokka vinstri stjórn. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað bæði meðal stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna. Í mars sögðust 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum. Nú er hlutfallið 55,4 prósent. Þá sögðust 70,4 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja samstarf við Samfylkingu í mars. Nú segjast 60,6 prósent þeirra vilja slíkt samstarf. Hlutfall þeirra sem styðja Samfylkingu eða Vinstri græn og vilja samstarf síns flokks við Sjálfstæðisflokk hefur hins vegar aukist frá því í mars. Um fjórðungur stuðningsfólks Samfylkingar og Vinstri grænna vill nú mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Áhuginn meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks virðist þó meiri fyrir samstarfi við Vinstri græn en Samfylkingu. 20,5 prósent sjálfstæðismanna segjast vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum en 8,1 prósent þeirra vill sjá ríkisstjórn með Samfylkingu. Alls segjast 15,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en 9,2 prósent vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Stuðningur við Kaffibandalagið svokallaða, Frjálslynda flokkinn, Samfylkingu og Vinstri græn, dalar enn og segjast nú einugis 3,8 prósent vilja slíka stjórn. Meirihluti þeirra sem segjast vilja slíka stjórn segist myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Stuðningur við aðra ríkisstjórnarkosti er rétt um prósentustig eða minna. Þó segjast um tvö prósent vilja meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 14. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? og tóku 58,5 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. 35,5 prósent sögðust óákveðin og 6,0 prósent neituðu að svara. Kosningar 2007 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Aðeins fleiri segjast nú, en í lok mars, vilja sjá áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir kosningarnar 12. maí. Nú segjast 34,8 prósent vilja að stjórnarsamstarfið haldi, en 24. mars sögðust 30,2 prósent vilja að stjórnarsamstarfið héldi áfram. Stuðningur við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf eykst meðal stuðningsfólks Framsóknarflokksins og segjast nú 91,7 prósent þeirra vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir kosningar. Hinn 24. mars sögðust 89,2 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokks vilja slíkt samstarf. Aðeins færri stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja nú áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokk, 57,8 prósent segjast vilja slíkt samstarf, en stuðningurinn var 62,1 prósent í mars. Þá hefur stuðningur við áframhaldandi samstarf aukist lítillega meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nú segjast 33,3 prósent þeirra vilja áframhaldandi stjórn, en í síðasta mánuði var hlutfallið 29,1 prósent. Í síðustu könnun blaðsins voru það jafnframt 30,2 prósent sem sögðust vilja stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað nokkuð og segjast nú 22,2 prósent vilja tveggja flokka vinstri stjórn. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað bæði meðal stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna. Í mars sögðust 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum. Nú er hlutfallið 55,4 prósent. Þá sögðust 70,4 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja samstarf við Samfylkingu í mars. Nú segjast 60,6 prósent þeirra vilja slíkt samstarf. Hlutfall þeirra sem styðja Samfylkingu eða Vinstri græn og vilja samstarf síns flokks við Sjálfstæðisflokk hefur hins vegar aukist frá því í mars. Um fjórðungur stuðningsfólks Samfylkingar og Vinstri grænna vill nú mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Áhuginn meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks virðist þó meiri fyrir samstarfi við Vinstri græn en Samfylkingu. 20,5 prósent sjálfstæðismanna segjast vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum en 8,1 prósent þeirra vill sjá ríkisstjórn með Samfylkingu. Alls segjast 15,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en 9,2 prósent vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Stuðningur við Kaffibandalagið svokallaða, Frjálslynda flokkinn, Samfylkingu og Vinstri græn, dalar enn og segjast nú einugis 3,8 prósent vilja slíka stjórn. Meirihluti þeirra sem segjast vilja slíka stjórn segist myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Stuðningur við aðra ríkisstjórnarkosti er rétt um prósentustig eða minna. Þó segjast um tvö prósent vilja meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 14. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? og tóku 58,5 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. 35,5 prósent sögðust óákveðin og 6,0 prósent neituðu að svara.
Kosningar 2007 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira