Jafnvægi atvinnu og einkalífs 10. apríl 2007 06:00 Páskafríið var flestum kærkomið. Langflestir fengu heila fimm daga í frí, að undanskildum þeim er starfa á sjúkrahúsum eða í störfum þar sem starfsemin þarfnast stanslausar viðveru starfsfólks. Fimm daga frí er þó munaður sem á undir högg að sækja með lengri og sveigjanlegri opnunartíma verslana og veitingastaða. Það er afleiðing breyttra tíma þar sem krafa er um aðgang að þjónustu allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Aukin þjónusta hefur að vissu leyti jákvæð áhrif á atvinnulífið þar sem fleiri störf skapast. Á hinn bóginn leggur slík krafa þyngri byrðar á herðar starfsmanna sem þurfa að vera til taks nánast hvenær sem er. Með nútímatækni geta margir unnið vinnu sína heima við utan hins hefðbundna vinnutíma og hefur það færst í aukanna. Algengt er orðið að fólk sinni starfi sínu í tölvu á kvöldin og um helgar á kostnað einkalífsins. Auk þess er hægt er að nálgast fólk í gengum síma hvar og hvenær sem er og því auðvelt að kalla það inn til vinnu ef á þarf að halda. Fyrir vikið verður vinnutíminn óræður sem skapar togstreitu á milli atvinnu og einkalífs annarsvegar og milli atvinnurekanda og starfsmanns hinsvegar. Hjá mörgum fyrirtækjum tíðkast það að starfsmenn fái ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu. Ætlast er til að starfsmaður leggi til þann tíma í vinnu sem til þarf til að ljúka verkefnum. Á þetta oftast við um stjórnendur og sérfræðinga. Óræður vinnutími bitnar á skyldum starfsmanna utan vinnu og skyldur við fjölskylduna verða gjarnan útundan. Það heyrir til undantekninga að foreldrar barna séu heima þegar skóladegi lýkur. Í viðtali við Sirkus gerir Eva María Jónsdóttir þessi mál að umræðuefni. „Tíminn er lífsgæði eins og peningar," segir hún og talar um að fólk verði sjálft að inna fyrirtækin eftir fjölskyldustefnu. Skyldur við fjölskyldu og heimili eru því miður enn sem komið frekar í höndum kvenna en karla, sem þýðir að óræður vinnutími bitnar frekar á konum. Þær eru því líklegri en karlar til að sækjast eftir hlutastörfum. Slík störf eru þó af skornum skammti og bjóða ekki sömu tækifæri og önnur störf, þá sérstaklega hvað varðar laun og starfsframa. Þetta grefur undan jafnrétti. Erfitt er að finna hinn gullna meðalveg þegar gerðar eru kröfur til starfsmanns. Atvinnurekendur hljóta þó að hagnast af því að bera virðingu fyrir einkalífi starfsmanna og þörf þeirra fyrir hvíld. Þreyttur starfsmaður afkastar ekki sem skildi. Það er ekki síður hagur atvinnurekandans að gæta þess að starfsfólk fái nauðsynlegan hvíldartíma. Rannsóknir hafa sýnt að þó að vinnutíminn sé styttur minnka afköstin ekki, því fjarvera starfsmanns vegna veikinda minnkar á móti auk þess sem hann sinnir síður einkaerindum á vinnutíma. Atvinnurekendur og starfsmenn hafa um langa hríð togast á um vinnutímann. Starfsmenn þurfa að gæta þess að ekki sé of langt gengið og spyrna við fótum ef vinnan er farin að ganga um of á frístundir og fjölskyldulíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Páskafríið var flestum kærkomið. Langflestir fengu heila fimm daga í frí, að undanskildum þeim er starfa á sjúkrahúsum eða í störfum þar sem starfsemin þarfnast stanslausar viðveru starfsfólks. Fimm daga frí er þó munaður sem á undir högg að sækja með lengri og sveigjanlegri opnunartíma verslana og veitingastaða. Það er afleiðing breyttra tíma þar sem krafa er um aðgang að þjónustu allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Aukin þjónusta hefur að vissu leyti jákvæð áhrif á atvinnulífið þar sem fleiri störf skapast. Á hinn bóginn leggur slík krafa þyngri byrðar á herðar starfsmanna sem þurfa að vera til taks nánast hvenær sem er. Með nútímatækni geta margir unnið vinnu sína heima við utan hins hefðbundna vinnutíma og hefur það færst í aukanna. Algengt er orðið að fólk sinni starfi sínu í tölvu á kvöldin og um helgar á kostnað einkalífsins. Auk þess er hægt er að nálgast fólk í gengum síma hvar og hvenær sem er og því auðvelt að kalla það inn til vinnu ef á þarf að halda. Fyrir vikið verður vinnutíminn óræður sem skapar togstreitu á milli atvinnu og einkalífs annarsvegar og milli atvinnurekanda og starfsmanns hinsvegar. Hjá mörgum fyrirtækjum tíðkast það að starfsmenn fái ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu. Ætlast er til að starfsmaður leggi til þann tíma í vinnu sem til þarf til að ljúka verkefnum. Á þetta oftast við um stjórnendur og sérfræðinga. Óræður vinnutími bitnar á skyldum starfsmanna utan vinnu og skyldur við fjölskylduna verða gjarnan útundan. Það heyrir til undantekninga að foreldrar barna séu heima þegar skóladegi lýkur. Í viðtali við Sirkus gerir Eva María Jónsdóttir þessi mál að umræðuefni. „Tíminn er lífsgæði eins og peningar," segir hún og talar um að fólk verði sjálft að inna fyrirtækin eftir fjölskyldustefnu. Skyldur við fjölskyldu og heimili eru því miður enn sem komið frekar í höndum kvenna en karla, sem þýðir að óræður vinnutími bitnar frekar á konum. Þær eru því líklegri en karlar til að sækjast eftir hlutastörfum. Slík störf eru þó af skornum skammti og bjóða ekki sömu tækifæri og önnur störf, þá sérstaklega hvað varðar laun og starfsframa. Þetta grefur undan jafnrétti. Erfitt er að finna hinn gullna meðalveg þegar gerðar eru kröfur til starfsmanns. Atvinnurekendur hljóta þó að hagnast af því að bera virðingu fyrir einkalífi starfsmanna og þörf þeirra fyrir hvíld. Þreyttur starfsmaður afkastar ekki sem skildi. Það er ekki síður hagur atvinnurekandans að gæta þess að starfsfólk fái nauðsynlegan hvíldartíma. Rannsóknir hafa sýnt að þó að vinnutíminn sé styttur minnka afköstin ekki, því fjarvera starfsmanns vegna veikinda minnkar á móti auk þess sem hann sinnir síður einkaerindum á vinnutíma. Atvinnurekendur og starfsmenn hafa um langa hríð togast á um vinnutímann. Starfsmenn þurfa að gæta þess að ekki sé of langt gengið og spyrna við fótum ef vinnan er farin að ganga um of á frístundir og fjölskyldulíf.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun