Bretar kynna sprotafyrirtækjum vísindagarða í Bretlandi 4. apríl 2007 00:01 Jón Ágúst Þorsteinsson hjá Marorku. Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum sprotafyrirtækja í upplýsingatækni að skoða vísindagarða í Bretlandi um miðjan mánuðinn. Fulltrúi frá Marorku fór í ferðina árið 2005 og reyndist hún árangursrík, að sögn viðskiptafulltrúa sendiráðsins. MYND/GVA Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. Tilgangurinn er að kynna kosti breskra vísindagarða fyrir fyrirtækjunum og þá kosti sem þar bjóðast. Elsa Einarsdóttir, viðskiptafulltrúi viðskiptadeildar breska sendiráðsins, segir að horft sé til þess að fyrirtækin nái tengslum við bresk fyrirtæki í svipuðum geira. Þá geti ferðafélagarnir ekki síður myndað tengsl innbyrðis og deilt hugmyndum sín á milli. Elsa segir að breska sendiráðið bjóði íslenskum sprotafyrirtækjum sem hafi ákveðna vaxtarmöguleika í kynnisferð til Bretlands til að skoða kostina enda standi þeim miklir möguleikar til boða. „Oftast eru þau ekki í stakk búin til að ráðast á markaði af fullum krafti heldur vilja þau prófa að þróa samstarf áður en áfram er haldið,“ segir hún. Elsa segir vísindagarða bjóða sprotafyrirtækjum upp á marga möguleika. „Vísindagarðurinn í Manchester, sem tengdur er háskólanum þar í borg, býður til dæmis fyrirtækjum afskaplega skemmtilega samninga. Þau eru með markaðsfulltrúa sem ræðir við erlend fyrirtæki auk þess sem hann hjálpar þeim að komast í samband við aðila sem fyrirtækin geta notið góðs af,“ segir Elsa og bendir á að stærstu vísindagarðarnir í Lundúnum, Cambridge og Oxford, bjóði ekki endilega bestu kostina fyrir lítil fyrirtæki. Það þurfi þeir einfaldlega ekki vegna mikillar ásóknar. „Þessir vísindagarðar eru stærstir, vinsælastir, dýrastir og ekki endilega þeir sem eru ákjósanlegastir,“ segir hún og bendir á að þeir þurfi ekki að laða til sín smáfyrirtæki. Marorka sendi fyrir tæpum tveimur árum fulltrúa í svipaða ferð á vegum sendiráðsins sem reyndist fyrirtækinu árangursrík. „Þarna komust þeir strax í samstarf við fyrirtæki sem starfaði innan vísindagarðsins sem gat hjálpað fyrirtækinu við að koma vöru sinni á þann stað þar sem Marorka vildi selja hana,“ segir Elsa og bætir við að Marorka hafi ekki einu sinni þurft að fá sér aðstöðu í Bretlandi til að stíga skrefið því ferðin hafi dugað í þetta sinn. Marorka hlaut Vaxtarsprotann 2007 í síðasta mánuði fyrir mestan vöxt sprotafyrirtækis á milli áranna 2005 og 2006. Elsa segir kostnað við ferðina lítinn samanborið við árangurinn sem geti fengist til baka. Sendiráðið greiðir uppihald og gistingu. Flug fram og til baka verða fyrirtækin hins vegar sjálf að greiða. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að dýfa tánni í og sjá hvað er í boði. Tilkostnaðurinn er lítill en ávinningurinn getur verið mikill,“ segir hún. Skipulagning ferðarinnar stendur nú þegar yfir og geta þau fyrirtæki sem hug hafa á að senda fulltrúa til að skoða það sem breskir vísindagarðar hafa upp á að bjóða dagana 16. til 19. apríl haft samband við breska sendiráðið hér á landi. Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. Tilgangurinn er að kynna kosti breskra vísindagarða fyrir fyrirtækjunum og þá kosti sem þar bjóðast. Elsa Einarsdóttir, viðskiptafulltrúi viðskiptadeildar breska sendiráðsins, segir að horft sé til þess að fyrirtækin nái tengslum við bresk fyrirtæki í svipuðum geira. Þá geti ferðafélagarnir ekki síður myndað tengsl innbyrðis og deilt hugmyndum sín á milli. Elsa segir að breska sendiráðið bjóði íslenskum sprotafyrirtækjum sem hafi ákveðna vaxtarmöguleika í kynnisferð til Bretlands til að skoða kostina enda standi þeim miklir möguleikar til boða. „Oftast eru þau ekki í stakk búin til að ráðast á markaði af fullum krafti heldur vilja þau prófa að þróa samstarf áður en áfram er haldið,“ segir hún. Elsa segir vísindagarða bjóða sprotafyrirtækjum upp á marga möguleika. „Vísindagarðurinn í Manchester, sem tengdur er háskólanum þar í borg, býður til dæmis fyrirtækjum afskaplega skemmtilega samninga. Þau eru með markaðsfulltrúa sem ræðir við erlend fyrirtæki auk þess sem hann hjálpar þeim að komast í samband við aðila sem fyrirtækin geta notið góðs af,“ segir Elsa og bendir á að stærstu vísindagarðarnir í Lundúnum, Cambridge og Oxford, bjóði ekki endilega bestu kostina fyrir lítil fyrirtæki. Það þurfi þeir einfaldlega ekki vegna mikillar ásóknar. „Þessir vísindagarðar eru stærstir, vinsælastir, dýrastir og ekki endilega þeir sem eru ákjósanlegastir,“ segir hún og bendir á að þeir þurfi ekki að laða til sín smáfyrirtæki. Marorka sendi fyrir tæpum tveimur árum fulltrúa í svipaða ferð á vegum sendiráðsins sem reyndist fyrirtækinu árangursrík. „Þarna komust þeir strax í samstarf við fyrirtæki sem starfaði innan vísindagarðsins sem gat hjálpað fyrirtækinu við að koma vöru sinni á þann stað þar sem Marorka vildi selja hana,“ segir Elsa og bætir við að Marorka hafi ekki einu sinni þurft að fá sér aðstöðu í Bretlandi til að stíga skrefið því ferðin hafi dugað í þetta sinn. Marorka hlaut Vaxtarsprotann 2007 í síðasta mánuði fyrir mestan vöxt sprotafyrirtækis á milli áranna 2005 og 2006. Elsa segir kostnað við ferðina lítinn samanborið við árangurinn sem geti fengist til baka. Sendiráðið greiðir uppihald og gistingu. Flug fram og til baka verða fyrirtækin hins vegar sjálf að greiða. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að dýfa tánni í og sjá hvað er í boði. Tilkostnaðurinn er lítill en ávinningurinn getur verið mikill,“ segir hún. Skipulagning ferðarinnar stendur nú þegar yfir og geta þau fyrirtæki sem hug hafa á að senda fulltrúa til að skoða það sem breskir vísindagarðar hafa upp á að bjóða dagana 16. til 19. apríl haft samband við breska sendiráðið hér á landi.
Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira