Valkostur fyrir alla 31. mars 2007 06:45 „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Þeim sem kjósa borgaralegar fermingar fer fjölgandi. Það eru ekki allir sem kjósa að fermast í kirkju. Borgaralegar fermingar njóta sífellt meiri vinsælda. Samtökin Siðmennt hafa staðið fyrir þeim allt frá árinu 1989. Fjöldi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega og sækja undirbúningsnámskeið hjá Siðmennt hefur fjölgað síðustu ár enda er það góður kostur fyrir einstaklinga sem eru annarrar trúar eða trúa einfaldlega ekki. Allir sem áhuga hafa geta fermst borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar. Ein af aðalástæðunum fyrir því að við komum þessu á fót er hvað fermingin hefur mikið vægi í samfélaginu og við vildum að þeir sem kjósa ekki hefðbundnu leiðina hefðu eitthvert val og þyrftu ekki að fara á mis við ferminguna sem er mikils metin í samfélaginu. Við leitumst við að efla siðferðisþroska krakkanna og þroska með þeim gagnrýna hugsun þannig að þau verði ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Það er grunnmarkmiðið, að þroska þau og gera þau að betri manneskjum,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Jóhann segir að hvert og eitt fermingarbarn hafi sínar ástæður fyrir því að fara þessa leið og hópurinn sé innbyrðis mjög ólíkur. „Ég spyr krakkana alltaf um ástæðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti tilheyrir þá ýmist ekki trúfélögum eða trúfélögum þar sem fermingar tíðkast ekki. Ég hef heyrt að forstöðumenn safnaða þar sem fermingar tíðkast ekki hafi jafnvel bent krökkunum á þennan valkost ef þau vilja taka þátt í þessu félagslega fyrirbæri sem er svona sterkt í samfélaginu. Þetta hefur reyndar verið að breytast svolítið á undanförnum árum. Til dæmis eru krakkar sem ætla sér að fermast í þjóðkirkjunni farin að sækja svolítið í að koma á þetta námskeið okkar. Þau taka þá ekki endilega þátt í athöfninni sjálfri en það er alls ekki bannað að vera með á báðum stöðum. Ég held að krökkunum hugnist einfaldlega sú fræðsla sem við erum að bjóða upp á og við höfum hvatt sem flesta til að sækja námskeiðið.“ Á undirbúningsnámskeiðunum er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þegar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum. Jóhann segir langflesta krakkana taka virkan þátt í umræðum og þessi tími geti verið ákaflega lærdómsríkur jafnt fyrir kennara sem nemendur. „Við förum vel í það hvað er gagnrýnin hugsun og kennum krökkunum að rökstyðja mál sitt. Við æfum okkur með því að beita þessari hugsun á hin ýmsu málefni og að náminu loknu geta krakkarnir beitt þessari hugsun á ýmis hversdagsleg viðfangsefni. Í námskeiðinu tökum við meðal annars á því hvernig er að vera unglingur í auglýsingasamfélagi, fjöllum um fjölmenningarsamfélag og fordóma og ýmis siðferðileg álitamál. Ég reyni eftir bestu getu að taka dæmi úr samtímanum og hef komið mér upp dágóðu safni af úrklippum úr dagblöðum í þeim tilgangi. Þetta er eitthvað sem tengir krakkana við umhverfið og þau eru mjög áhugasöm um það. Svo koma gestakennarar til okkar og fjalla um heimspekilegar rökræður, sjálfsmynd og samskipti kynjanna, sorg og að verða fyrir áföllum,“ segir Jóhann að lokum. Fermingar Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Þeim sem kjósa borgaralegar fermingar fer fjölgandi. Það eru ekki allir sem kjósa að fermast í kirkju. Borgaralegar fermingar njóta sífellt meiri vinsælda. Samtökin Siðmennt hafa staðið fyrir þeim allt frá árinu 1989. Fjöldi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega og sækja undirbúningsnámskeið hjá Siðmennt hefur fjölgað síðustu ár enda er það góður kostur fyrir einstaklinga sem eru annarrar trúar eða trúa einfaldlega ekki. Allir sem áhuga hafa geta fermst borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar. Ein af aðalástæðunum fyrir því að við komum þessu á fót er hvað fermingin hefur mikið vægi í samfélaginu og við vildum að þeir sem kjósa ekki hefðbundnu leiðina hefðu eitthvert val og þyrftu ekki að fara á mis við ferminguna sem er mikils metin í samfélaginu. Við leitumst við að efla siðferðisþroska krakkanna og þroska með þeim gagnrýna hugsun þannig að þau verði ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Það er grunnmarkmiðið, að þroska þau og gera þau að betri manneskjum,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Jóhann segir að hvert og eitt fermingarbarn hafi sínar ástæður fyrir því að fara þessa leið og hópurinn sé innbyrðis mjög ólíkur. „Ég spyr krakkana alltaf um ástæðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti tilheyrir þá ýmist ekki trúfélögum eða trúfélögum þar sem fermingar tíðkast ekki. Ég hef heyrt að forstöðumenn safnaða þar sem fermingar tíðkast ekki hafi jafnvel bent krökkunum á þennan valkost ef þau vilja taka þátt í þessu félagslega fyrirbæri sem er svona sterkt í samfélaginu. Þetta hefur reyndar verið að breytast svolítið á undanförnum árum. Til dæmis eru krakkar sem ætla sér að fermast í þjóðkirkjunni farin að sækja svolítið í að koma á þetta námskeið okkar. Þau taka þá ekki endilega þátt í athöfninni sjálfri en það er alls ekki bannað að vera með á báðum stöðum. Ég held að krökkunum hugnist einfaldlega sú fræðsla sem við erum að bjóða upp á og við höfum hvatt sem flesta til að sækja námskeiðið.“ Á undirbúningsnámskeiðunum er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þegar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum. Jóhann segir langflesta krakkana taka virkan þátt í umræðum og þessi tími geti verið ákaflega lærdómsríkur jafnt fyrir kennara sem nemendur. „Við förum vel í það hvað er gagnrýnin hugsun og kennum krökkunum að rökstyðja mál sitt. Við æfum okkur með því að beita þessari hugsun á hin ýmsu málefni og að náminu loknu geta krakkarnir beitt þessari hugsun á ýmis hversdagsleg viðfangsefni. Í námskeiðinu tökum við meðal annars á því hvernig er að vera unglingur í auglýsingasamfélagi, fjöllum um fjölmenningarsamfélag og fordóma og ýmis siðferðileg álitamál. Ég reyni eftir bestu getu að taka dæmi úr samtímanum og hef komið mér upp dágóðu safni af úrklippum úr dagblöðum í þeim tilgangi. Þetta er eitthvað sem tengir krakkana við umhverfið og þau eru mjög áhugasöm um það. Svo koma gestakennarar til okkar og fjalla um heimspekilegar rökræður, sjálfsmynd og samskipti kynjanna, sorg og að verða fyrir áföllum,“ segir Jóhann að lokum.
Fermingar Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira