Lífið

Hið eina sanna fermingarkerti

Blómastofan Eiðistorgi
Blómastofan Eiðistorgi

Kerti af ýmsum stærðum og gerðum samkvæmt óskum hvers og eins.

Fermingarkerti eru fallegt og hefðbundið skraut á fermingarborðið og skemmtilegur minjagripur. Þau skapa notalega stemningu og sóma sér vel á gnægtaborði fermingarbarnsins.

Kertagerð á sér langa hefð og sögu r. Hún þróaðist sjálfstætt innan margra landa og heimildir eru um að Egyptar og Kretónar hafi búið til kerti úr býflugnavaxi árið 3000 fyrir Krist! Það er því ljóst að kerti hafa fylgt manninum lengi. Kertið þjónar í senn fagurfræðilegu hlutverki og táknrænu. Þau eru notuð við ýmsar trúarlegar athafnir kirkjunnar og koma meðal annars við sögu í altarisgöngum, skírnum og fermingum þar sem þau tákna ljós Guðs eða ljós Krists.

Hægt er að fá ýmiss konar fermingarkerti og sníða útlit þeirra að óskum hvers og eins. Tengja má skreytinguna áhugamálum fermingarbarnsins og svo er líka hægt að setja ljósmynd í kertið. Það eru því ýmsir möguleikar fyrir hendi þegar kemur að því að finna hið eina sanna fermingarkerti.

-hs

Vaxandi

.

Kertagerðin Vaxandi býr til nánast allar tegundir fermingarkerta sem hægt er að láta sér detta í hug. Þar er einnig skrautskrifað á kertin en auk þess er hægt að setja ljósmyndir eða prentaðan texta á kertin. Hér sjáum við bæði hefðbundin og óhefðbundin kerti frá Vaxandi. Við bendum líka á heimasíðu þeirra www.vaxandi.is

.

Vaxandi

.

Blómastofan Eiðistorgi

.

Í Blómastofunni á Eiðistorgi kennir ýmissa grasa og er hægt að fá þar mjög fallegar skreytingar. Hér sjáum við nokkrar hugmyndir frá þeim en bendum fólki á að kíkja á staðinn þar sem að skoða má hugmyndir að skreytingum á fermingarborðið.

.

Vaxandi

.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×