Mika: Life In Cartoon Motion - þrjár stjörnur 27. mars 2007 07:15 Mika er hæfileikaríkur, en þó að hér séu nokkur fín lög þá á hann enn eftir að skapa sér eigin stíl. Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Mika hafi fengið óskabyrjun á ferlinum. Smáskífulagið Grace Kelly er sennilega vinsælasta lagið í heiminum það sem af er ársins 2007 og fyrsta stóra platan hans Life In Cartoon Motion er ein af mest seldu plötunum. Mika, sem heitir réttu nafni Michael Holbrook Penniman, er fæddur í Beirút, sonur líbanskrar móður og bandarísks föður. Hann ólst upp í París og London. Tónlistin á Life In Cartoon Motion er vel sykrað popp, fjörlegt og oft með stórum útsetningum. Henni hefur réttilega verið líkt við tónlist Queen, Elton John og Scissor Sisters. Söngur Mika, sem fer létt með að syngja bæði á lágu nótunum og í mjög hárri falsettu, minnir mikið á Freddie Mercury og Jake Shears, söngvara Scissor Sisters. Það eru mörg ágæt lög á plötunni. Grace Kelly er auðvitað ómótstæðilegt, en Lollipop, Any Other World, Stuck In The Middle og falda aukalagið Over My Shoulder eru líka flott. Það fer ekkert á milli mála að Mika hefur mikla hæfileika. Gallinn við plötuna er samt að stundum minnir hún of mikið á áhrifavaldana. Verst finnast mér þau lög sem hljóma nákvæmlega eins og Scissor Sisters. Þetta á við um lögin Love Today, Relax (Take It Easy) og Big Girl (sem er reyndar eins og sambland af Scissor Sisters og Fat Bottomed Girls með Queen). Á heildina er þetta ágætlega heppnuð frumraun frá efnilegum listamanni sem á eftir að vaxa með næstu plötum ef honum tekst að losna undan áhrifavöldunum og skapa sér sinn eigin stíl. Trausti Júlíusson Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Mika hafi fengið óskabyrjun á ferlinum. Smáskífulagið Grace Kelly er sennilega vinsælasta lagið í heiminum það sem af er ársins 2007 og fyrsta stóra platan hans Life In Cartoon Motion er ein af mest seldu plötunum. Mika, sem heitir réttu nafni Michael Holbrook Penniman, er fæddur í Beirút, sonur líbanskrar móður og bandarísks föður. Hann ólst upp í París og London. Tónlistin á Life In Cartoon Motion er vel sykrað popp, fjörlegt og oft með stórum útsetningum. Henni hefur réttilega verið líkt við tónlist Queen, Elton John og Scissor Sisters. Söngur Mika, sem fer létt með að syngja bæði á lágu nótunum og í mjög hárri falsettu, minnir mikið á Freddie Mercury og Jake Shears, söngvara Scissor Sisters. Það eru mörg ágæt lög á plötunni. Grace Kelly er auðvitað ómótstæðilegt, en Lollipop, Any Other World, Stuck In The Middle og falda aukalagið Over My Shoulder eru líka flott. Það fer ekkert á milli mála að Mika hefur mikla hæfileika. Gallinn við plötuna er samt að stundum minnir hún of mikið á áhrifavaldana. Verst finnast mér þau lög sem hljóma nákvæmlega eins og Scissor Sisters. Þetta á við um lögin Love Today, Relax (Take It Easy) og Big Girl (sem er reyndar eins og sambland af Scissor Sisters og Fat Bottomed Girls með Queen). Á heildina er þetta ágætlega heppnuð frumraun frá efnilegum listamanni sem á eftir að vaxa með næstu plötum ef honum tekst að losna undan áhrifavöldunum og skapa sér sinn eigin stíl. Trausti Júlíusson
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira