Mika: Life In Cartoon Motion - þrjár stjörnur 27. mars 2007 07:15 Mika er hæfileikaríkur, en þó að hér séu nokkur fín lög þá á hann enn eftir að skapa sér eigin stíl. Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Mika hafi fengið óskabyrjun á ferlinum. Smáskífulagið Grace Kelly er sennilega vinsælasta lagið í heiminum það sem af er ársins 2007 og fyrsta stóra platan hans Life In Cartoon Motion er ein af mest seldu plötunum. Mika, sem heitir réttu nafni Michael Holbrook Penniman, er fæddur í Beirút, sonur líbanskrar móður og bandarísks föður. Hann ólst upp í París og London. Tónlistin á Life In Cartoon Motion er vel sykrað popp, fjörlegt og oft með stórum útsetningum. Henni hefur réttilega verið líkt við tónlist Queen, Elton John og Scissor Sisters. Söngur Mika, sem fer létt með að syngja bæði á lágu nótunum og í mjög hárri falsettu, minnir mikið á Freddie Mercury og Jake Shears, söngvara Scissor Sisters. Það eru mörg ágæt lög á plötunni. Grace Kelly er auðvitað ómótstæðilegt, en Lollipop, Any Other World, Stuck In The Middle og falda aukalagið Over My Shoulder eru líka flott. Það fer ekkert á milli mála að Mika hefur mikla hæfileika. Gallinn við plötuna er samt að stundum minnir hún of mikið á áhrifavaldana. Verst finnast mér þau lög sem hljóma nákvæmlega eins og Scissor Sisters. Þetta á við um lögin Love Today, Relax (Take It Easy) og Big Girl (sem er reyndar eins og sambland af Scissor Sisters og Fat Bottomed Girls með Queen). Á heildina er þetta ágætlega heppnuð frumraun frá efnilegum listamanni sem á eftir að vaxa með næstu plötum ef honum tekst að losna undan áhrifavöldunum og skapa sér sinn eigin stíl. Trausti Júlíusson Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Mika hafi fengið óskabyrjun á ferlinum. Smáskífulagið Grace Kelly er sennilega vinsælasta lagið í heiminum það sem af er ársins 2007 og fyrsta stóra platan hans Life In Cartoon Motion er ein af mest seldu plötunum. Mika, sem heitir réttu nafni Michael Holbrook Penniman, er fæddur í Beirút, sonur líbanskrar móður og bandarísks föður. Hann ólst upp í París og London. Tónlistin á Life In Cartoon Motion er vel sykrað popp, fjörlegt og oft með stórum útsetningum. Henni hefur réttilega verið líkt við tónlist Queen, Elton John og Scissor Sisters. Söngur Mika, sem fer létt með að syngja bæði á lágu nótunum og í mjög hárri falsettu, minnir mikið á Freddie Mercury og Jake Shears, söngvara Scissor Sisters. Það eru mörg ágæt lög á plötunni. Grace Kelly er auðvitað ómótstæðilegt, en Lollipop, Any Other World, Stuck In The Middle og falda aukalagið Over My Shoulder eru líka flott. Það fer ekkert á milli mála að Mika hefur mikla hæfileika. Gallinn við plötuna er samt að stundum minnir hún of mikið á áhrifavaldana. Verst finnast mér þau lög sem hljóma nákvæmlega eins og Scissor Sisters. Þetta á við um lögin Love Today, Relax (Take It Easy) og Big Girl (sem er reyndar eins og sambland af Scissor Sisters og Fat Bottomed Girls með Queen). Á heildina er þetta ágætlega heppnuð frumraun frá efnilegum listamanni sem á eftir að vaxa með næstu plötum ef honum tekst að losna undan áhrifavöldunum og skapa sér sinn eigin stíl. Trausti Júlíusson
Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira