Íslensk leikkona í skrýmslamynd Lordi 27. mars 2007 09:15 Júlíus Kemp vonast til að fá að skyggnast á bakvið grímurnar hjá finnsku skrýmslasveitinni Lordi „Við gerum ráð fyrir því að fá að skyggnast á bakvið grímurnar hjá þeim," segir Júlíus Kemp en kvikmyndafélag Íslands með þá Júlíus og Ingvar Þórðarson fremsta í flokki verða meðframleiðendur hryllingsmyndarinnar Dark Floors: Lordi Motion Picture. Eins og nafnið gefur til kynna verður finnska skrýmslasveitin Lordi áberandi í myndinni en þeir leika stórt hlutverk í myndinni auk þess að semja tónlistina við hana. Lordi sigraði sem kunnugt er Eurovision-keppnina í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda síðan, eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með þungarokksgoðinu Ozzy Osbourne og eru með eindæmum vinsælir í Asíu og Evrópu. „Samkvæmt upphaflegri áætlun stóð til að þessi mynd yrði gerð í fyrra en henni var síðan frestað um eitt ár," segir Júlíus, kampakátur með samstarfið. „En nú er áætlað að tökur hefjist í byrjun maí og myndin verður síðan kynnt fyrir dreifingaraðilum með pompi og prakt á kvikmyndahátíðinni í Cannes 20. maí með tónleikum sveitarinnar," útskýrir framleiðandinn en myndin verður tekin upp í heimabæ hljómsveitarinnar, Oulu. Að sögn Júlíusar er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir taka höndum saman við finnska framleiðendur Dark Floors, Solar Films en þeir komu að gerð kvikmyndanna Strákanna okkar og Astrópíu sem frumsýnd verður í sumar. Töluverður fjöldi af íslensku starfsfólki verður við gerð myndarinnar en rúsínan í pylsuendanum er þó án nokkurs vafa aðalkvenhlutverkið sem verður í höndum íslenskrar leikkonu. Lordi verða í aðalhlutverki í kvikmyndinni Dark Floors: Lordi Motion Picture. „Við erum að skoða nokkrar leikkonur um þessar mundir og það verða prufur nú um helgina," segir Júlíus en þær eru á aldrinum 25 til 30 ára. Júlíus vildi hins vegar ekki gefa upp hverjar þessar fimm leikkonur væru, sagði að þetta skýrðist allt eftir helgi og að enn væri möguleiki fyrir áhugasama að sækja um. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó þrjár leikkonur þegar vakið athygli úti en þetta eru þær Ingibjörg Stefánsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Laufey Elíasdóttir. „Og þetta verður mikil kynning fyrir þá leikkonu sem hreppir hnossið," útskýrir Júlíus en myndin verður öll leikin á ensku og dreift um allan heim. Aðrir leikarar verða hins vegar bæði breskri og bandarískir. Ef að líkum lætur verður þetta eitt stærsta verkefnið sem Kvikmyndafélag Íslands hefur tekið sér fyrir hendur. Áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar er í kringum fimm milljónir dollara eða rúmar þrjú hundruð milljónir íslenskra króna. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir því að fá að skyggnast á bakvið grímurnar hjá þeim," segir Júlíus Kemp en kvikmyndafélag Íslands með þá Júlíus og Ingvar Þórðarson fremsta í flokki verða meðframleiðendur hryllingsmyndarinnar Dark Floors: Lordi Motion Picture. Eins og nafnið gefur til kynna verður finnska skrýmslasveitin Lordi áberandi í myndinni en þeir leika stórt hlutverk í myndinni auk þess að semja tónlistina við hana. Lordi sigraði sem kunnugt er Eurovision-keppnina í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda síðan, eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með þungarokksgoðinu Ozzy Osbourne og eru með eindæmum vinsælir í Asíu og Evrópu. „Samkvæmt upphaflegri áætlun stóð til að þessi mynd yrði gerð í fyrra en henni var síðan frestað um eitt ár," segir Júlíus, kampakátur með samstarfið. „En nú er áætlað að tökur hefjist í byrjun maí og myndin verður síðan kynnt fyrir dreifingaraðilum með pompi og prakt á kvikmyndahátíðinni í Cannes 20. maí með tónleikum sveitarinnar," útskýrir framleiðandinn en myndin verður tekin upp í heimabæ hljómsveitarinnar, Oulu. Að sögn Júlíusar er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir taka höndum saman við finnska framleiðendur Dark Floors, Solar Films en þeir komu að gerð kvikmyndanna Strákanna okkar og Astrópíu sem frumsýnd verður í sumar. Töluverður fjöldi af íslensku starfsfólki verður við gerð myndarinnar en rúsínan í pylsuendanum er þó án nokkurs vafa aðalkvenhlutverkið sem verður í höndum íslenskrar leikkonu. Lordi verða í aðalhlutverki í kvikmyndinni Dark Floors: Lordi Motion Picture. „Við erum að skoða nokkrar leikkonur um þessar mundir og það verða prufur nú um helgina," segir Júlíus en þær eru á aldrinum 25 til 30 ára. Júlíus vildi hins vegar ekki gefa upp hverjar þessar fimm leikkonur væru, sagði að þetta skýrðist allt eftir helgi og að enn væri möguleiki fyrir áhugasama að sækja um. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó þrjár leikkonur þegar vakið athygli úti en þetta eru þær Ingibjörg Stefánsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Laufey Elíasdóttir. „Og þetta verður mikil kynning fyrir þá leikkonu sem hreppir hnossið," útskýrir Júlíus en myndin verður öll leikin á ensku og dreift um allan heim. Aðrir leikarar verða hins vegar bæði breskri og bandarískir. Ef að líkum lætur verður þetta eitt stærsta verkefnið sem Kvikmyndafélag Íslands hefur tekið sér fyrir hendur. Áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar er í kringum fimm milljónir dollara eða rúmar þrjú hundruð milljónir íslenskra króna.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira