Kogga og fartölva fyrir bestu glæpasöguna 27. mars 2007 08:45 Glæpaforinginn Kristinn vill engan hrylling heldur aðeins falleg morð. „Kristinn glæpaforingi hér,” svarar dularfull rödd þegar blaðamaður Fréttablaðsins slær inn tiltekið númer á símtækið sitt. Kristinn Kristjánsson kennari hikar ekki við að titla sig glæpaforingja þegar svo ber undir enda teljast “glæpir” hans hinir ágætustu, í það minnsta þeir sem tengjast þessum titli. Hann fer fyrir hinu Íslenska glæpafélagi sem nú stendur fyrir sinn fjórðu glæpasagnasamkeppni. Frestur til að skila inn smásögu um glæp rennur út á miðnætti 1. maí. Næstkomandi. Glæpaforinginn segir vegleg verðlaun í boði fyrir bestu söguna eða sjálf Gaddakylfan, verk eftir listakonuna Koggu plús fartölva. Annað sætið gefur svo 30 þúsund krónur og 3. tuttugu þúsund. Kristinn segir svo frá að Glæpafélagið hafi verið stofnað árið 1999 á Grand Rokk og í húsi Gunnars Gunnarssonar. Til þurfti þrjá stofnfundi enda stóð mikið til. Eitt helsta markmið félagsins var að auka veg íslenskra glæpasagna. „Það hefur gengið svo vel að félagið er eiginlega orðið óþarft. En það sem við gerum í félaginu, auk þess að standa fyrir þessari glæpasagnakeppni, er að tilnefna framlag okkar til bestu norrænu glæpasögunnar – Glerlykilsins – sem Arnaldur hefur unnið tvisvar. Og nú er Ævar Örn Jósepsson okkar fulltrúi.” Glæpasagnakeppnin er samstarfsverkefni félagsins og tímaritsins Mannlífs með fulltingi menningarbúllunnar Grand Rokk. Mannlíf birtir í sérstöku aukahefti júlítölublaðs bestu sögurnar. Glæpaforinginn veit ekki hversu margar sögur hafa borist nú þegar en segir þær að jafnaði vera 30 til 40, það er þegar þemað eru glæpasögur. En þegar efnt var til keppni um hryllingssögur bárust hins vegar tæplega 90 sögur. „Þetta sýnir að menn eru draugahræddir. Þarna var til dæmis nútímaleg saga um Grýlu sem hakkaði í sig börnin. Algjör splatter. Ég var ekki dómnefnd þá. Ég verð svo hræddur þegar ég les hryllinginn. Ég vil bara falleg morð,” segir Kristinn en ásamt honum í dómnefnd eru Þórarinn Þórarinsson og Helga Dís Björgúlfsdóttir. Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Kristinn glæpaforingi hér,” svarar dularfull rödd þegar blaðamaður Fréttablaðsins slær inn tiltekið númer á símtækið sitt. Kristinn Kristjánsson kennari hikar ekki við að titla sig glæpaforingja þegar svo ber undir enda teljast “glæpir” hans hinir ágætustu, í það minnsta þeir sem tengjast þessum titli. Hann fer fyrir hinu Íslenska glæpafélagi sem nú stendur fyrir sinn fjórðu glæpasagnasamkeppni. Frestur til að skila inn smásögu um glæp rennur út á miðnætti 1. maí. Næstkomandi. Glæpaforinginn segir vegleg verðlaun í boði fyrir bestu söguna eða sjálf Gaddakylfan, verk eftir listakonuna Koggu plús fartölva. Annað sætið gefur svo 30 þúsund krónur og 3. tuttugu þúsund. Kristinn segir svo frá að Glæpafélagið hafi verið stofnað árið 1999 á Grand Rokk og í húsi Gunnars Gunnarssonar. Til þurfti þrjá stofnfundi enda stóð mikið til. Eitt helsta markmið félagsins var að auka veg íslenskra glæpasagna. „Það hefur gengið svo vel að félagið er eiginlega orðið óþarft. En það sem við gerum í félaginu, auk þess að standa fyrir þessari glæpasagnakeppni, er að tilnefna framlag okkar til bestu norrænu glæpasögunnar – Glerlykilsins – sem Arnaldur hefur unnið tvisvar. Og nú er Ævar Örn Jósepsson okkar fulltrúi.” Glæpasagnakeppnin er samstarfsverkefni félagsins og tímaritsins Mannlífs með fulltingi menningarbúllunnar Grand Rokk. Mannlíf birtir í sérstöku aukahefti júlítölublaðs bestu sögurnar. Glæpaforinginn veit ekki hversu margar sögur hafa borist nú þegar en segir þær að jafnaði vera 30 til 40, það er þegar þemað eru glæpasögur. En þegar efnt var til keppni um hryllingssögur bárust hins vegar tæplega 90 sögur. „Þetta sýnir að menn eru draugahræddir. Þarna var til dæmis nútímaleg saga um Grýlu sem hakkaði í sig börnin. Algjör splatter. Ég var ekki dómnefnd þá. Ég verð svo hræddur þegar ég les hryllinginn. Ég vil bara falleg morð,” segir Kristinn en ásamt honum í dómnefnd eru Þórarinn Þórarinsson og Helga Dís Björgúlfsdóttir.
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira