Kogga og fartölva fyrir bestu glæpasöguna 27. mars 2007 08:45 Glæpaforinginn Kristinn vill engan hrylling heldur aðeins falleg morð. „Kristinn glæpaforingi hér,” svarar dularfull rödd þegar blaðamaður Fréttablaðsins slær inn tiltekið númer á símtækið sitt. Kristinn Kristjánsson kennari hikar ekki við að titla sig glæpaforingja þegar svo ber undir enda teljast “glæpir” hans hinir ágætustu, í það minnsta þeir sem tengjast þessum titli. Hann fer fyrir hinu Íslenska glæpafélagi sem nú stendur fyrir sinn fjórðu glæpasagnasamkeppni. Frestur til að skila inn smásögu um glæp rennur út á miðnætti 1. maí. Næstkomandi. Glæpaforinginn segir vegleg verðlaun í boði fyrir bestu söguna eða sjálf Gaddakylfan, verk eftir listakonuna Koggu plús fartölva. Annað sætið gefur svo 30 þúsund krónur og 3. tuttugu þúsund. Kristinn segir svo frá að Glæpafélagið hafi verið stofnað árið 1999 á Grand Rokk og í húsi Gunnars Gunnarssonar. Til þurfti þrjá stofnfundi enda stóð mikið til. Eitt helsta markmið félagsins var að auka veg íslenskra glæpasagna. „Það hefur gengið svo vel að félagið er eiginlega orðið óþarft. En það sem við gerum í félaginu, auk þess að standa fyrir þessari glæpasagnakeppni, er að tilnefna framlag okkar til bestu norrænu glæpasögunnar – Glerlykilsins – sem Arnaldur hefur unnið tvisvar. Og nú er Ævar Örn Jósepsson okkar fulltrúi.” Glæpasagnakeppnin er samstarfsverkefni félagsins og tímaritsins Mannlífs með fulltingi menningarbúllunnar Grand Rokk. Mannlíf birtir í sérstöku aukahefti júlítölublaðs bestu sögurnar. Glæpaforinginn veit ekki hversu margar sögur hafa borist nú þegar en segir þær að jafnaði vera 30 til 40, það er þegar þemað eru glæpasögur. En þegar efnt var til keppni um hryllingssögur bárust hins vegar tæplega 90 sögur. „Þetta sýnir að menn eru draugahræddir. Þarna var til dæmis nútímaleg saga um Grýlu sem hakkaði í sig börnin. Algjör splatter. Ég var ekki dómnefnd þá. Ég verð svo hræddur þegar ég les hryllinginn. Ég vil bara falleg morð,” segir Kristinn en ásamt honum í dómnefnd eru Þórarinn Þórarinsson og Helga Dís Björgúlfsdóttir. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Kristinn glæpaforingi hér,” svarar dularfull rödd þegar blaðamaður Fréttablaðsins slær inn tiltekið númer á símtækið sitt. Kristinn Kristjánsson kennari hikar ekki við að titla sig glæpaforingja þegar svo ber undir enda teljast “glæpir” hans hinir ágætustu, í það minnsta þeir sem tengjast þessum titli. Hann fer fyrir hinu Íslenska glæpafélagi sem nú stendur fyrir sinn fjórðu glæpasagnasamkeppni. Frestur til að skila inn smásögu um glæp rennur út á miðnætti 1. maí. Næstkomandi. Glæpaforinginn segir vegleg verðlaun í boði fyrir bestu söguna eða sjálf Gaddakylfan, verk eftir listakonuna Koggu plús fartölva. Annað sætið gefur svo 30 þúsund krónur og 3. tuttugu þúsund. Kristinn segir svo frá að Glæpafélagið hafi verið stofnað árið 1999 á Grand Rokk og í húsi Gunnars Gunnarssonar. Til þurfti þrjá stofnfundi enda stóð mikið til. Eitt helsta markmið félagsins var að auka veg íslenskra glæpasagna. „Það hefur gengið svo vel að félagið er eiginlega orðið óþarft. En það sem við gerum í félaginu, auk þess að standa fyrir þessari glæpasagnakeppni, er að tilnefna framlag okkar til bestu norrænu glæpasögunnar – Glerlykilsins – sem Arnaldur hefur unnið tvisvar. Og nú er Ævar Örn Jósepsson okkar fulltrúi.” Glæpasagnakeppnin er samstarfsverkefni félagsins og tímaritsins Mannlífs með fulltingi menningarbúllunnar Grand Rokk. Mannlíf birtir í sérstöku aukahefti júlítölublaðs bestu sögurnar. Glæpaforinginn veit ekki hversu margar sögur hafa borist nú þegar en segir þær að jafnaði vera 30 til 40, það er þegar þemað eru glæpasögur. En þegar efnt var til keppni um hryllingssögur bárust hins vegar tæplega 90 sögur. „Þetta sýnir að menn eru draugahræddir. Þarna var til dæmis nútímaleg saga um Grýlu sem hakkaði í sig börnin. Algjör splatter. Ég var ekki dómnefnd þá. Ég verð svo hræddur þegar ég les hryllinginn. Ég vil bara falleg morð,” segir Kristinn en ásamt honum í dómnefnd eru Þórarinn Þórarinsson og Helga Dís Björgúlfsdóttir.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira