Lífið

Veganesti fyrir framtíðina

Með þessari bók fylgir fallegt bænaband og leiðbeiningar um notkun þess sem og fróðleikur um bænabandið og tengsl þess við trúna.
Með þessari bók fylgir fallegt bænaband og leiðbeiningar um notkun þess sem og fróðleikur um bænabandið og tengsl þess við trúna.

Í öllu havarí-inu sem fylgja vill fermingum gleymist stundum raunveruleg ástæða þess að fermt er og hvað felst í þeirri helgiathöfn.

 

 

 

Líkt og titillinn gefur til kynna fjallar þessi bók um líf Jesú og áhrif hans á heiminn. Þetta er í senn táknræn og viðeigandi fermingargjöf.

Til að minna á tilganginn og uppfræða fermingarbörnin er viðeigandi að gefa bækur sem fjalla um Jesú, biblíuna og trúarbrögð.

Tómasarguðspjallið, eða ,,fimmta guðspjallið” inniheldur 114 ummæli sem eignuð eru Jesú Kristi.

Ekki er síst mikilvægt á þessum síðustu og verstu að fermingarbörnin sem fulltrúar framtíðarinnar geri sér grein fyrir áhrifum trúarbragða og sinni sérstöku trú og átti sig á hvað þau eigi sameiginlegt með öðrum borgurum heimsins.

Þessi bók er hluti af Lærdómsritunum sem svíkja engan. Samræður Humes um tilveru Guðs og eðli og hlutverk trúarbragða eru eitt mesta tímamótarit í hugmyndasögu Vesturlanda, en það kom fyrst út árið 1779. Þar gerir Hume gagnrýna úttekt á því grundvallaratriði hefðbundinnar kristinnar heimsskoðunar að heimurinn sé í einhverjum skilningi „skipulagður“.

Nauðsynlegt er að reyna að skilja fólk sem hefur öðruvísi bakgrunn en við sjálf til að lifa í sátt og samlyndi í þessum heimi sem við öll byggjum. Sum börn fermast borgaralegri fermingu og eru þá ekki að játa trú sína á Krist en engu síður er mikilvægt fyrir þau að átta sig á áhrifum trúarbragða á heiminn og kynnast sögunni.

Þessar bækur eiga því erindi til allra – fermdra sem ófermdra, ungra sem aldinna. Bækurnar fást allar í bókaversluninni Iðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×