Björk hefur fengið nóg 17. mars 2007 09:00 Björk Guðmundsdóttir mun spila á tónlistarhátíð í Toronto í Kanada í september. Í nýlegu viðtali á heimasíðu MTV segist Björk Guðmundsdóttir vera eins og margir aðrir óhress með gang mála í heiminum. „Þar sem ég er tónlistarkona vildi ég tala fyrir hönd fólksins á götunni sem er yfirhöfuð frekar fúlt,“ segir Björk Guðmundsdóttir í viðtali við MTV. „Ég er bara ein af þessum röddum og það að einhver eins og ég sé búinn að fá nóg sýnir þá erfiðu tíma sem við lifum á.“ Björk segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum af heimsókn sinni til bæjar í Indónesíu þar sem 180 þúsund manns fórust í tsunami-flóðunum gríðarlegu. „Þau urðu að breyta golfvelli í fjöldagröf. Og lyktin ... kom líklega mest á óvart. Maður gat fundið lyktina af dauðanum ári eftir atburðina,“ sagði hún. Björk gefur út sjöttu hljóðversplötu sína Volta 7. maí og mun spila víða um heim á þessu ári. Hún verður aðalnúmerið ásamt bandarísku rokksveitinni The Smashing Pumpkins, sem er byrjuð aftur eftir nokkurra ára hlé, á Virgin-tónlistarhátíðinni í Toronto sem verður haldin 8.-9. september. Virgin Group, fyrirtæki Richards Branson, er styrktaraðili hátíðarinnar. Á meðal fleiri þekktra nafna á hátíðinni eru The Killers, Interpol, Amy Winehouse og Jamie T. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum mun Björk spila á styrktartónleikum á Nasa 1. apríl nk. og 9. apríl heldur hún síðan stóra tónleika í Laugardalshöll með hljómsveit sinni. Eftir það mun hún spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella. Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í nýlegu viðtali á heimasíðu MTV segist Björk Guðmundsdóttir vera eins og margir aðrir óhress með gang mála í heiminum. „Þar sem ég er tónlistarkona vildi ég tala fyrir hönd fólksins á götunni sem er yfirhöfuð frekar fúlt,“ segir Björk Guðmundsdóttir í viðtali við MTV. „Ég er bara ein af þessum röddum og það að einhver eins og ég sé búinn að fá nóg sýnir þá erfiðu tíma sem við lifum á.“ Björk segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum af heimsókn sinni til bæjar í Indónesíu þar sem 180 þúsund manns fórust í tsunami-flóðunum gríðarlegu. „Þau urðu að breyta golfvelli í fjöldagröf. Og lyktin ... kom líklega mest á óvart. Maður gat fundið lyktina af dauðanum ári eftir atburðina,“ sagði hún. Björk gefur út sjöttu hljóðversplötu sína Volta 7. maí og mun spila víða um heim á þessu ári. Hún verður aðalnúmerið ásamt bandarísku rokksveitinni The Smashing Pumpkins, sem er byrjuð aftur eftir nokkurra ára hlé, á Virgin-tónlistarhátíðinni í Toronto sem verður haldin 8.-9. september. Virgin Group, fyrirtæki Richards Branson, er styrktaraðili hátíðarinnar. Á meðal fleiri þekktra nafna á hátíðinni eru The Killers, Interpol, Amy Winehouse og Jamie T. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum mun Björk spila á styrktartónleikum á Nasa 1. apríl nk. og 9. apríl heldur hún síðan stóra tónleika í Laugardalshöll með hljómsveit sinni. Eftir það mun hún spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella.
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira