Kristján í úrslit trúbadorkeppni 15. mars 2007 08:30 Kristján þorvaldsson sýnir á sér áður óþekktar hliðar og er nú kominn í úrslit Stóru trúbadorkeppninnar. „Þeir sem keppa til úrslita eru, og fyrst ber að nefna sjálfa stjörnuna Kristján Þorvaldsson, en aðrir eru Einar Örn Konráðsson, Andri Már Sigurðsson og síðust til að komast í úrslitin er Ísabella Magnúsdóttir,“ segir Friðrik Indriðason, blaðamaður og helsti skipuleggjandi Stóru trúbadorkeppninnar á Sportbarnum. Keppnin sú hefur nú staðið yfir í rúman mánuð fyrir troðfullu húsi að sögn Friðriks. Haldin hafa verið fjögur undanúrslitakvöld og nú er komið að sjálfu úrslitakvöldinu. Sem haldið verður með pomp og prakt næsta laugardagskvöld. Að sögn Friðriks stefnir í hörkukeppni. Sjálfur á hann vart orð í eigu sinni þegar hæfileikar Ísabellu koma til tals. „Gríðarlegt efni þar á ferð og leikur aðeins frumsamið. Hún er með hundrað tattú um allan líkamann og algört beib. Þú verður bara að sjá þetta til að trúa því.“ úettinn Sviðin jörð, frændurnir Magnús Einarsson og Freyr Eyjólfsson, skemmta gestum keppninnar ásamt Hirti Howser harmónikuleikara með meiru. Friðrik hvetur menn til að mæta tímanlega því hann býst við troðfullu húsi. Friðrik, sem hefur að undanförnu einbeitt sér að störfum sem falla undir verksvið skemmtanastjóra, hefur ýmis járn í eldinum til skemmtunar barflugum borgarinnar. Þannig er hann nú að undirbúa sviðakjammakeppni sem ekki er tímabært að greina frá að svo stöddu.- Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þeir sem keppa til úrslita eru, og fyrst ber að nefna sjálfa stjörnuna Kristján Þorvaldsson, en aðrir eru Einar Örn Konráðsson, Andri Már Sigurðsson og síðust til að komast í úrslitin er Ísabella Magnúsdóttir,“ segir Friðrik Indriðason, blaðamaður og helsti skipuleggjandi Stóru trúbadorkeppninnar á Sportbarnum. Keppnin sú hefur nú staðið yfir í rúman mánuð fyrir troðfullu húsi að sögn Friðriks. Haldin hafa verið fjögur undanúrslitakvöld og nú er komið að sjálfu úrslitakvöldinu. Sem haldið verður með pomp og prakt næsta laugardagskvöld. Að sögn Friðriks stefnir í hörkukeppni. Sjálfur á hann vart orð í eigu sinni þegar hæfileikar Ísabellu koma til tals. „Gríðarlegt efni þar á ferð og leikur aðeins frumsamið. Hún er með hundrað tattú um allan líkamann og algört beib. Þú verður bara að sjá þetta til að trúa því.“ úettinn Sviðin jörð, frændurnir Magnús Einarsson og Freyr Eyjólfsson, skemmta gestum keppninnar ásamt Hirti Howser harmónikuleikara með meiru. Friðrik hvetur menn til að mæta tímanlega því hann býst við troðfullu húsi. Friðrik, sem hefur að undanförnu einbeitt sér að störfum sem falla undir verksvið skemmtanastjóra, hefur ýmis járn í eldinum til skemmtunar barflugum borgarinnar. Þannig er hann nú að undirbúa sviðakjammakeppni sem ekki er tímabært að greina frá að svo stöddu.-
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira