Séní af ísfirskum ættum 11. mars 2007 06:00 Erling Blöndal Bengtsson selló-leikari heldur sína fimmtándu tónleika hjá klúbbnum í kvöld og leikur ásamt Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni. Vilhelm Sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson lýkur afmælisferð sinni um Ísland með tónleikum hjá Kammermúsíkklúbbn-um í kvöld. Erling fagnaði 75 ára afmæli sínu síðastliðinn fimmtudag og hélt þá tónleika á Ísafirði en í vikunni lék hann einnig fyrir Norðlendinga ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Erling er Ísfirðingur í móðurætt en fæddur í Kaupmannahöfn. Hann var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom fyrst fram á tónleikum en frægðarsól hans hefur skinið skært æ síðan. Hann hefur leikið með stærstu hljómsveitum heims, gefið út meira en sextíu hljómplötur og mörg þekktari samtímatónskáld hafa samið fyrir hann einleiksverk og konserta. Erling hefur ávallt haldið góðu sambandi við Ísland og haldið hér fjölda tónleika. Hann lék fyrst í Gamla bíói vorið 1946 en hann leikur nú fyrir félaga Kammermúsíkklúbbsins í fimmtánda sinn en tónleikarnir eru jafnframt lokahnykkur afmælisdagskrár klúbbsins sem nú hefur starfað í 50 ár. Erling Blöndal Bengtsson og Nina Kavtaradze, tengdadóttir hans, hafa leikið saman sem „dúó“ síðan 1986 en þetta er í fyrsta sinn sem Einar leikur með þessum dáða snillingi. „Þetta er aldeildis hátíð í mínu lífi að fá loksins að spila með þessum ótrúlega tónlistarmanni,“ segir Einar en þeir hafa þó unnið saman á tónlistarvettvanginum því Einar stjórnaði á sínum tíma upptökum á sellókonsert Jóns Nordal. „Erling er einn af þessum toppum í klassíska heiminum og ómetanlegt fyrir okkur að eiga svona mikið í þessum manni,“ segir Einar um áhrif Erlings á íslenskt tónlistarlíf. Á efnisskrá kvöldsins er glæsileg sellósónata eftir Beethoven, klarinettutríó eftir Johannes Brahms og sellósónata eftir Sjostakovítsj sem af mörgum er álitið eitt magnaðasta sellóverk tónbókmenntanna. Tónleikarnir fara fram í Bústaðakirkju og hefjast kl. 20. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson lýkur afmælisferð sinni um Ísland með tónleikum hjá Kammermúsíkklúbbn-um í kvöld. Erling fagnaði 75 ára afmæli sínu síðastliðinn fimmtudag og hélt þá tónleika á Ísafirði en í vikunni lék hann einnig fyrir Norðlendinga ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Erling er Ísfirðingur í móðurætt en fæddur í Kaupmannahöfn. Hann var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom fyrst fram á tónleikum en frægðarsól hans hefur skinið skært æ síðan. Hann hefur leikið með stærstu hljómsveitum heims, gefið út meira en sextíu hljómplötur og mörg þekktari samtímatónskáld hafa samið fyrir hann einleiksverk og konserta. Erling hefur ávallt haldið góðu sambandi við Ísland og haldið hér fjölda tónleika. Hann lék fyrst í Gamla bíói vorið 1946 en hann leikur nú fyrir félaga Kammermúsíkklúbbsins í fimmtánda sinn en tónleikarnir eru jafnframt lokahnykkur afmælisdagskrár klúbbsins sem nú hefur starfað í 50 ár. Erling Blöndal Bengtsson og Nina Kavtaradze, tengdadóttir hans, hafa leikið saman sem „dúó“ síðan 1986 en þetta er í fyrsta sinn sem Einar leikur með þessum dáða snillingi. „Þetta er aldeildis hátíð í mínu lífi að fá loksins að spila með þessum ótrúlega tónlistarmanni,“ segir Einar en þeir hafa þó unnið saman á tónlistarvettvanginum því Einar stjórnaði á sínum tíma upptökum á sellókonsert Jóns Nordal. „Erling er einn af þessum toppum í klassíska heiminum og ómetanlegt fyrir okkur að eiga svona mikið í þessum manni,“ segir Einar um áhrif Erlings á íslenskt tónlistarlíf. Á efnisskrá kvöldsins er glæsileg sellósónata eftir Beethoven, klarinettutríó eftir Johannes Brahms og sellósónata eftir Sjostakovítsj sem af mörgum er álitið eitt magnaðasta sellóverk tónbókmenntanna. Tónleikarnir fara fram í Bústaðakirkju og hefjast kl. 20.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira