Vill stjörnum prýtt blúsband 8. mars 2007 07:45 Halldór Bragason. Dóri ætlar að stofna norræna blússveit sem myndi ferðast á milli blúshátíða um allan heiminn. MYND/Valli Blúsarinn Halldór Bragason hefur í hyggju að stofna norræna blúshljómsveit sem myndi ferðast á milli tónlistarhátíða á Norðurlöndunum og jafnvel víðar um heim. Sveitin yrði ekki alltaf skipuð sama fólkinu heldur yrði meðlimum skipt út frá ári til árs. „Hugmyndin er að setja saman stjörnum prýtt band frá Norðurlöndunum. Þetta gæti orðið allt að fimmtán manna sveit sem myndi spila á hátíðum á Norðurlöndum og víðar. Þetta er svona langtímamarkmið,“ segir Dóri, sem er listrænn stjórnandi fjórðu Blúshátíðar Reykjavíkur sem hefst 3. apríl. „Þegar maður er listrænn stjórnandi þarf maður að vera skapandi og ég hef gert það undanfarin ár að búa til dagskrá á Blúshátíð. Mér finnst þetta skemmtilegt verkefni að sameina alla blúsara á Norðurlöndum. Það yrði liður í kynningarstarfsemi fyrir blúshátíðir á Norðurlöndum að kynna þessa blúsara og búa til bræðralag sem nær yfir öll lönd, allt frá Chicago til Finnlands. Þetta yrði „killer“ band,“ segir hann. Bætir hann því við að undirbúningurinn gæti tekið heilt ár. Dóri og félagar í Blue Ice Band spila á tveimur blúshátíðum á Norðurlöndum á næstunni. Fyrst spila þeir með blúsdívunni Zoru Young í Árósum í Danmörku 7. apríl og hinn 28. sama mánaðar spila þeir á blúshátíð í Niðarósi í Noregi ásamt Zoru og tveimur dívum til viðbótar, Deitra Farr og Grana" Louise. Á þeirri hátíð spila einnig þekkt nöfn á borð við Los Lobos og Ike Turner, fyrrverandi eiginmaður rokkömmunnar Tinu Turner. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Blúsarinn Halldór Bragason hefur í hyggju að stofna norræna blúshljómsveit sem myndi ferðast á milli tónlistarhátíða á Norðurlöndunum og jafnvel víðar um heim. Sveitin yrði ekki alltaf skipuð sama fólkinu heldur yrði meðlimum skipt út frá ári til árs. „Hugmyndin er að setja saman stjörnum prýtt band frá Norðurlöndunum. Þetta gæti orðið allt að fimmtán manna sveit sem myndi spila á hátíðum á Norðurlöndum og víðar. Þetta er svona langtímamarkmið,“ segir Dóri, sem er listrænn stjórnandi fjórðu Blúshátíðar Reykjavíkur sem hefst 3. apríl. „Þegar maður er listrænn stjórnandi þarf maður að vera skapandi og ég hef gert það undanfarin ár að búa til dagskrá á Blúshátíð. Mér finnst þetta skemmtilegt verkefni að sameina alla blúsara á Norðurlöndum. Það yrði liður í kynningarstarfsemi fyrir blúshátíðir á Norðurlöndum að kynna þessa blúsara og búa til bræðralag sem nær yfir öll lönd, allt frá Chicago til Finnlands. Þetta yrði „killer“ band,“ segir hann. Bætir hann því við að undirbúningurinn gæti tekið heilt ár. Dóri og félagar í Blue Ice Band spila á tveimur blúshátíðum á Norðurlöndum á næstunni. Fyrst spila þeir með blúsdívunni Zoru Young í Árósum í Danmörku 7. apríl og hinn 28. sama mánaðar spila þeir á blúshátíð í Niðarósi í Noregi ásamt Zoru og tveimur dívum til viðbótar, Deitra Farr og Grana" Louise. Á þeirri hátíð spila einnig þekkt nöfn á borð við Los Lobos og Ike Turner, fyrrverandi eiginmaður rokkömmunnar Tinu Turner.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira