Vill stjörnum prýtt blúsband 8. mars 2007 07:45 Halldór Bragason. Dóri ætlar að stofna norræna blússveit sem myndi ferðast á milli blúshátíða um allan heiminn. MYND/Valli Blúsarinn Halldór Bragason hefur í hyggju að stofna norræna blúshljómsveit sem myndi ferðast á milli tónlistarhátíða á Norðurlöndunum og jafnvel víðar um heim. Sveitin yrði ekki alltaf skipuð sama fólkinu heldur yrði meðlimum skipt út frá ári til árs. „Hugmyndin er að setja saman stjörnum prýtt band frá Norðurlöndunum. Þetta gæti orðið allt að fimmtán manna sveit sem myndi spila á hátíðum á Norðurlöndum og víðar. Þetta er svona langtímamarkmið,“ segir Dóri, sem er listrænn stjórnandi fjórðu Blúshátíðar Reykjavíkur sem hefst 3. apríl. „Þegar maður er listrænn stjórnandi þarf maður að vera skapandi og ég hef gert það undanfarin ár að búa til dagskrá á Blúshátíð. Mér finnst þetta skemmtilegt verkefni að sameina alla blúsara á Norðurlöndum. Það yrði liður í kynningarstarfsemi fyrir blúshátíðir á Norðurlöndum að kynna þessa blúsara og búa til bræðralag sem nær yfir öll lönd, allt frá Chicago til Finnlands. Þetta yrði „killer“ band,“ segir hann. Bætir hann því við að undirbúningurinn gæti tekið heilt ár. Dóri og félagar í Blue Ice Band spila á tveimur blúshátíðum á Norðurlöndum á næstunni. Fyrst spila þeir með blúsdívunni Zoru Young í Árósum í Danmörku 7. apríl og hinn 28. sama mánaðar spila þeir á blúshátíð í Niðarósi í Noregi ásamt Zoru og tveimur dívum til viðbótar, Deitra Farr og Grana" Louise. Á þeirri hátíð spila einnig þekkt nöfn á borð við Los Lobos og Ike Turner, fyrrverandi eiginmaður rokkömmunnar Tinu Turner. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Blúsarinn Halldór Bragason hefur í hyggju að stofna norræna blúshljómsveit sem myndi ferðast á milli tónlistarhátíða á Norðurlöndunum og jafnvel víðar um heim. Sveitin yrði ekki alltaf skipuð sama fólkinu heldur yrði meðlimum skipt út frá ári til árs. „Hugmyndin er að setja saman stjörnum prýtt band frá Norðurlöndunum. Þetta gæti orðið allt að fimmtán manna sveit sem myndi spila á hátíðum á Norðurlöndum og víðar. Þetta er svona langtímamarkmið,“ segir Dóri, sem er listrænn stjórnandi fjórðu Blúshátíðar Reykjavíkur sem hefst 3. apríl. „Þegar maður er listrænn stjórnandi þarf maður að vera skapandi og ég hef gert það undanfarin ár að búa til dagskrá á Blúshátíð. Mér finnst þetta skemmtilegt verkefni að sameina alla blúsara á Norðurlöndum. Það yrði liður í kynningarstarfsemi fyrir blúshátíðir á Norðurlöndum að kynna þessa blúsara og búa til bræðralag sem nær yfir öll lönd, allt frá Chicago til Finnlands. Þetta yrði „killer“ band,“ segir hann. Bætir hann því við að undirbúningurinn gæti tekið heilt ár. Dóri og félagar í Blue Ice Band spila á tveimur blúshátíðum á Norðurlöndum á næstunni. Fyrst spila þeir með blúsdívunni Zoru Young í Árósum í Danmörku 7. apríl og hinn 28. sama mánaðar spila þeir á blúshátíð í Niðarósi í Noregi ásamt Zoru og tveimur dívum til viðbótar, Deitra Farr og Grana" Louise. Á þeirri hátíð spila einnig þekkt nöfn á borð við Los Lobos og Ike Turner, fyrrverandi eiginmaður rokkömmunnar Tinu Turner.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira