Íslenskur blús í Kína 3. mars 2007 07:30 „Kínverjar hafa ekki kynnst blúsnum að ráði en eru þó hrifnir af honum, sérstaklega hér í Sjanghæ sem er hliðið að umheiminum í þessum efnum," segir tónlistarmaðurinn KK. Þeir Magnús Eiríksson hafa dvalið ásamt Óttari Felix Haukssyni útgefanda í Sjanghæ í Kína undanfarið við upptökur á nýrri plötu, sem gefin verður út þar í landi sem og á Íslandi í sumar. Í kvöld troða þeir upp á tónleikum undir yfirskriftinni Kveðja frá Íslandi. KK og Magnús voru að stilla saman strengi sína þegar Fréttablaðið truflaði þá. „Ár svínsins gekk í garð hér í landi fyrir skemmstu og nýárshátíðin stendur yfir fram á sunnudag," segir KK. „Við vorum fengnir til að spila á tónleikum í Borgarleikhúsinu í Sjanghæ í tilefni af hátíðarhöldunum og ætlum að bjóða upp alls kyns blús og tökum mikið af lögum eftir okkur sjálfa. Bæði platan og tónleikarnir hafa átt sér langan aðdraganda og það er gaman að þetta er að verða að raunveruleika." KK er ekki alls ókunnugur Kína, því þetta er í þriðja sinn sem hann heimsækir landið. „Ég fór fyrst til Peking árið 1999 og fyrir hálfu öðru ári kom ég fram á listahátíð hér í Sjanghæ. Það hafa engar smá breytingar átt sér stað á þessum stutta tíma, þetta er orðin ein öflugasta þjóð í heimi." Tónleikar KK og Magnúsar hafa vakið athygli fjölmiðla í Sjanghæ, fjórar sjónvarpsstöðvar og níu dagblöð hafa fjallað um þá, til dæmis birtist viðtal við KK í dagblaðinu Shanghai Daily, þar sem honum er lýst sem „endurrreisnarmanni blústónlistarinnar". „Okkur hefur verið tekið afskaplega vel," segir blúsarinn. „Okkur var til dæmis boðið í siglingu eftir fallegri á í grennd við borgina. Um borð fengum við meðal annars ljúffengan mat en vorum frekar lengi að borða og frekar en að senda okkur í land án þess að klára matinn var bátnum bara snúið við og tekinn aukahringur. Okkur líður eins og kóngafólki hér." Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Kínverjar hafa ekki kynnst blúsnum að ráði en eru þó hrifnir af honum, sérstaklega hér í Sjanghæ sem er hliðið að umheiminum í þessum efnum," segir tónlistarmaðurinn KK. Þeir Magnús Eiríksson hafa dvalið ásamt Óttari Felix Haukssyni útgefanda í Sjanghæ í Kína undanfarið við upptökur á nýrri plötu, sem gefin verður út þar í landi sem og á Íslandi í sumar. Í kvöld troða þeir upp á tónleikum undir yfirskriftinni Kveðja frá Íslandi. KK og Magnús voru að stilla saman strengi sína þegar Fréttablaðið truflaði þá. „Ár svínsins gekk í garð hér í landi fyrir skemmstu og nýárshátíðin stendur yfir fram á sunnudag," segir KK. „Við vorum fengnir til að spila á tónleikum í Borgarleikhúsinu í Sjanghæ í tilefni af hátíðarhöldunum og ætlum að bjóða upp alls kyns blús og tökum mikið af lögum eftir okkur sjálfa. Bæði platan og tónleikarnir hafa átt sér langan aðdraganda og það er gaman að þetta er að verða að raunveruleika." KK er ekki alls ókunnugur Kína, því þetta er í þriðja sinn sem hann heimsækir landið. „Ég fór fyrst til Peking árið 1999 og fyrir hálfu öðru ári kom ég fram á listahátíð hér í Sjanghæ. Það hafa engar smá breytingar átt sér stað á þessum stutta tíma, þetta er orðin ein öflugasta þjóð í heimi." Tónleikar KK og Magnúsar hafa vakið athygli fjölmiðla í Sjanghæ, fjórar sjónvarpsstöðvar og níu dagblöð hafa fjallað um þá, til dæmis birtist viðtal við KK í dagblaðinu Shanghai Daily, þar sem honum er lýst sem „endurrreisnarmanni blústónlistarinnar". „Okkur hefur verið tekið afskaplega vel," segir blúsarinn. „Okkur var til dæmis boðið í siglingu eftir fallegri á í grennd við borgina. Um borð fengum við meðal annars ljúffengan mat en vorum frekar lengi að borða og frekar en að senda okkur í land án þess að klára matinn var bátnum bara snúið við og tekinn aukahringur. Okkur líður eins og kóngafólki hér."
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira