Hamingjan er innan í þér 3. mars 2007 05:00 Íslendingar eru rík þjóð. Ég held bara vellauðug. Bæði í peningum og mannauði. Þetta hefur okkur tekist hér upp á hjara veraldar og fámenn eins og við erum. Við ferðumst til útlanda, étum á okkur gat, kaupum allar græjurnar, húseignirnar, bílana og raunar allt milli himins og jarðar. Mér verður stundum hugsað til afa minna og þeirrar kynslóðar sem bjó við aðrar og erfiðari aðstæður, þegar hvorki bílar, sjónvörp, símar eða tölvur voru til taks. Og engir peningar. Annar afi minn fór einu sinni til útlanda og varð þó nær hundrað ára gamall. Hinn fór aldrei. Yngsti sonur minn hefur flogið átján sinnum til útlanda og er þó ekki ennþá orðin sextán ára! Segir þetta ekki allt um lífskjörin þá og nú? Gamla kynslóðin púlaði liðlangan daginn fyrir skít á priki og naut ekki annarra lífsgæða heldur en að hafa í sig og á í návist fátæktar og fábrotins lífstíls. Engu að síður var þetta hamingjusamt fólk. Sátt við sig og sína. Kunni að meta það litla sem því hlotnaðist. Átti sig sjálft. Það þýðir reyndar ekkert að rifja þetta upp. Unga fólkið hlustar ekki og veit ekki og skilur ekki þessi sögu né þetta líf. Það lifir í núinu og á sér framtíð og maður hljómar eins og biluð grammafónplata við að hefja þennan lestur. (Grammafónn, hvað er nú það?). Ég er heldur ekki að amast við þeirri afstöðu, auðvitað er það nútíðin og framtíðin sem skiptir máli og það sem er liðið er liðið. En hvað er þá í núinu? Í raun og veru er spurningin þessi: eftir hverjum sækjumst við? Meiri auði og allsnægtum? Fleiri fylleríum, meiri eignum, aukinn spennu og trylltara lífi? Já, það er stórt spurt. Eftir því sem lífsþægindin vaxa, dregur úr þakklætinu fyrir að eiga þau. Eftir því sem peningunum fjölgar, því meiri verður græðgin. Eftir því sem tækifærin eru fleiri, því meir eykst eirðarleysið. Og eftir því sem okkur er kennt meira um manngildið og mannúðina, því grófari verður mannfyrirlitningin, tillitsleysið og ofbeldið. Lögreglan gómar eiturlyfjasala, þegar kókaín finnst í innfluttum bíl. Götuverðið er sagt 365 millj. króna. Hverjir eru kaupendurnir nema það fólk sem hefur efni á að svala þessari fíkn sinni og hverjir eru fíklarnir nema fólkið sem á allt til alls? Varla eru það heimilislausu rónarnir eða umkomulausa fólkið sem betlar fyrir strætó. Athygli okkar hefur beinst að sódómisku hátterni á meðferðarheimilum. En lögreglumenn sem ég þekki segja mér sögur af heimilisofbeldi, kúgun og ölæði inn á venjulegum heimilum, gagnvart börnum og mökum. Hraustustu karlmenn í lögregluliðinu þurfa áfallahjálp eftir slíkar heimsóknir. Þetta eru kannski sorglegustu atburðirnir í okkar litla samfélagi. Hinir földu glæpir. Hinn skelfilegi huliðsheimur hins daglega lífs. Jú, jú, við sameinumst í bannfæringu á klámi og klámhundum og vísum slikum kónum á bug. En er það ekki skinhelgi og hræsni að þvo hendur okkar af slíku kompaníi á sama tíma og siðleysi, ofbeldi og andleg og likamleg nauðgun þrífst mitt á meðal okkar? Mitt í öllum allsnægtunum. Ég er ekki að mæla með afturhvarfi til fortíðarinnar. En ég er að benda á að það er ekki allt gull sem glóir. Við verðum að rækta þá hugsun og þá staðreynd að verðmætin koma ekki utan frá. Ekki í peningunum, firringunni né innantómu glysinu. Þau eru í okkur sjálfum, viðmóti okkar og viðbrögðum gagnvart börnum og ástvinum og samferðarmönnum. Í framkomu okkar. Ef við týnum sjálfum okkur, ef við glötum manneskjunni og mannúðinni, þá eru allar vellystingarnir fyrir bí. Þá eigum við ekkert, hversu rík sem við verðum. Skilaboðin eru þessi: Ríkidæmið, auðurinn og velmegunin eru góðra gjalda verð. En ekki glata eða gleyma þeirri undirstöðu lífshamingjunnar að hófsemi, auðmýkt og þakklæti gagnvart örlögum okkar og auðnu, er fólgið í þeirri einföldu staðreynd að vera góður við aðra. Að gefa af sér. Að láta gott af sér leiða. Við sækjum aldrei lifsgleðina í annað en okkur sjálf. Gerfiþarfir, ofgnótt eða sjálfumgleði eru blekking, áfengið og fíkniefnin og prjálið er ekkert annað en flótti frá okkur sjálfum. Árangurslaus leit að hamingju sem í allri einfeldni sinni er hvergi nema í sjálfum þér. Hversu mikla peninga sem þú átt, hversu mikið sem þú neytir fikniefna, hversu mikið sem þú reynir að vera öðru vísi en þú ert. Við verðum að rækta þá hugsun og þá staðreynd að verðmætin koma ekki utan frá. Ekki í peningunum, firringunni né innantómu glysinu. Þau eru í okkur sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Íslendingar eru rík þjóð. Ég held bara vellauðug. Bæði í peningum og mannauði. Þetta hefur okkur tekist hér upp á hjara veraldar og fámenn eins og við erum. Við ferðumst til útlanda, étum á okkur gat, kaupum allar græjurnar, húseignirnar, bílana og raunar allt milli himins og jarðar. Mér verður stundum hugsað til afa minna og þeirrar kynslóðar sem bjó við aðrar og erfiðari aðstæður, þegar hvorki bílar, sjónvörp, símar eða tölvur voru til taks. Og engir peningar. Annar afi minn fór einu sinni til útlanda og varð þó nær hundrað ára gamall. Hinn fór aldrei. Yngsti sonur minn hefur flogið átján sinnum til útlanda og er þó ekki ennþá orðin sextán ára! Segir þetta ekki allt um lífskjörin þá og nú? Gamla kynslóðin púlaði liðlangan daginn fyrir skít á priki og naut ekki annarra lífsgæða heldur en að hafa í sig og á í návist fátæktar og fábrotins lífstíls. Engu að síður var þetta hamingjusamt fólk. Sátt við sig og sína. Kunni að meta það litla sem því hlotnaðist. Átti sig sjálft. Það þýðir reyndar ekkert að rifja þetta upp. Unga fólkið hlustar ekki og veit ekki og skilur ekki þessi sögu né þetta líf. Það lifir í núinu og á sér framtíð og maður hljómar eins og biluð grammafónplata við að hefja þennan lestur. (Grammafónn, hvað er nú það?). Ég er heldur ekki að amast við þeirri afstöðu, auðvitað er það nútíðin og framtíðin sem skiptir máli og það sem er liðið er liðið. En hvað er þá í núinu? Í raun og veru er spurningin þessi: eftir hverjum sækjumst við? Meiri auði og allsnægtum? Fleiri fylleríum, meiri eignum, aukinn spennu og trylltara lífi? Já, það er stórt spurt. Eftir því sem lífsþægindin vaxa, dregur úr þakklætinu fyrir að eiga þau. Eftir því sem peningunum fjölgar, því meiri verður græðgin. Eftir því sem tækifærin eru fleiri, því meir eykst eirðarleysið. Og eftir því sem okkur er kennt meira um manngildið og mannúðina, því grófari verður mannfyrirlitningin, tillitsleysið og ofbeldið. Lögreglan gómar eiturlyfjasala, þegar kókaín finnst í innfluttum bíl. Götuverðið er sagt 365 millj. króna. Hverjir eru kaupendurnir nema það fólk sem hefur efni á að svala þessari fíkn sinni og hverjir eru fíklarnir nema fólkið sem á allt til alls? Varla eru það heimilislausu rónarnir eða umkomulausa fólkið sem betlar fyrir strætó. Athygli okkar hefur beinst að sódómisku hátterni á meðferðarheimilum. En lögreglumenn sem ég þekki segja mér sögur af heimilisofbeldi, kúgun og ölæði inn á venjulegum heimilum, gagnvart börnum og mökum. Hraustustu karlmenn í lögregluliðinu þurfa áfallahjálp eftir slíkar heimsóknir. Þetta eru kannski sorglegustu atburðirnir í okkar litla samfélagi. Hinir földu glæpir. Hinn skelfilegi huliðsheimur hins daglega lífs. Jú, jú, við sameinumst í bannfæringu á klámi og klámhundum og vísum slikum kónum á bug. En er það ekki skinhelgi og hræsni að þvo hendur okkar af slíku kompaníi á sama tíma og siðleysi, ofbeldi og andleg og likamleg nauðgun þrífst mitt á meðal okkar? Mitt í öllum allsnægtunum. Ég er ekki að mæla með afturhvarfi til fortíðarinnar. En ég er að benda á að það er ekki allt gull sem glóir. Við verðum að rækta þá hugsun og þá staðreynd að verðmætin koma ekki utan frá. Ekki í peningunum, firringunni né innantómu glysinu. Þau eru í okkur sjálfum, viðmóti okkar og viðbrögðum gagnvart börnum og ástvinum og samferðarmönnum. Í framkomu okkar. Ef við týnum sjálfum okkur, ef við glötum manneskjunni og mannúðinni, þá eru allar vellystingarnir fyrir bí. Þá eigum við ekkert, hversu rík sem við verðum. Skilaboðin eru þessi: Ríkidæmið, auðurinn og velmegunin eru góðra gjalda verð. En ekki glata eða gleyma þeirri undirstöðu lífshamingjunnar að hófsemi, auðmýkt og þakklæti gagnvart örlögum okkar og auðnu, er fólgið í þeirri einföldu staðreynd að vera góður við aðra. Að gefa af sér. Að láta gott af sér leiða. Við sækjum aldrei lifsgleðina í annað en okkur sjálf. Gerfiþarfir, ofgnótt eða sjálfumgleði eru blekking, áfengið og fíkniefnin og prjálið er ekkert annað en flótti frá okkur sjálfum. Árangurslaus leit að hamingju sem í allri einfeldni sinni er hvergi nema í sjálfum þér. Hversu mikla peninga sem þú átt, hversu mikið sem þú neytir fikniefna, hversu mikið sem þú reynir að vera öðru vísi en þú ert. Við verðum að rækta þá hugsun og þá staðreynd að verðmætin koma ekki utan frá. Ekki í peningunum, firringunni né innantómu glysinu. Þau eru í okkur sjálfum.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun