Villt um og snúið út úr í yfirheyrslum 2. mars 2007 00:30 Jóhanna Waagfjörd, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, var ósátt við yfirheyrsluaðferðir lögreglu. MYND/Vilhelm Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafngreindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrslum, og ítrekað snúið út úr ummælum þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla, maður á ekki von á því að þurfa að fara að láta lögreglu taka af sér skýrslu, maður var hálfhræddur,“ sagði Jóhanna Waagfjörd, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs. Hún sagði að Arnar Jensson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, hefði ítrekað sagt sér að Baugur hefði veitt stjórnendum og tengdum félögum ólögleg lán. Í ákæru er því haldið fram að slíkar ólöglegar lánveitingar hafi átt sér stað, en því hafa sakborningar ítrekað neitað og sagt að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða. Auðbjörg Friðgeirsdóttir, sem starfaði við innra eftirlit hjá Baugi til ársins 2005 og var mikið í sambandi við lögreglu til að afla umbeðinna upplýsinga úr bókhaldi Baugs, sagði svipaða sögu. Hún sagðist hafa upplifað yfirheyrslur, sér í lagi hjá Arnari, þannig að reynt væri að snúa út úr því sem hún sagði, ekki hefði verið hlustað á það sem hún hafði að segja og reynt hefði verið að villa um fyrir henni. „Þeir reyndu að láta mér finnast eins og ég væri á mörkum þess að vera sek,“ sagði Auðbjörg, sem sagði að hún hefði ítrekað verið minnt á að ólöglegt væri að fremja meinsæri, og gert í því að draga úr trúverðugleika hennar. Auðbjörg svaraði í gær spurningum um frægan kreditreikning frá Nordica í Bandaríkjunum til Baugs, og sagði hún skýringar stjórnenda Baugs á tilkomu reikningsins geta staðist miðað við umfang viðskiptanna. Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, tveir ákærðu í málinu, hafa gefið þær skýringar á reikningnum frá Nordica að hann hefði komið til vegna þess að lager hefði safnast upp af vörum frá Nordica, sem Nordica hefði tekið þátt í að greiða með þessum kreditreikningi. Það stangast hins vegar á við framburð Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica, sem einnig er ákærður í málinu. Hann segir reikninginn algerlega tilhæfulausan. Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafngreindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrslum, og ítrekað snúið út úr ummælum þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla, maður á ekki von á því að þurfa að fara að láta lögreglu taka af sér skýrslu, maður var hálfhræddur,“ sagði Jóhanna Waagfjörd, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs. Hún sagði að Arnar Jensson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, hefði ítrekað sagt sér að Baugur hefði veitt stjórnendum og tengdum félögum ólögleg lán. Í ákæru er því haldið fram að slíkar ólöglegar lánveitingar hafi átt sér stað, en því hafa sakborningar ítrekað neitað og sagt að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða. Auðbjörg Friðgeirsdóttir, sem starfaði við innra eftirlit hjá Baugi til ársins 2005 og var mikið í sambandi við lögreglu til að afla umbeðinna upplýsinga úr bókhaldi Baugs, sagði svipaða sögu. Hún sagðist hafa upplifað yfirheyrslur, sér í lagi hjá Arnari, þannig að reynt væri að snúa út úr því sem hún sagði, ekki hefði verið hlustað á það sem hún hafði að segja og reynt hefði verið að villa um fyrir henni. „Þeir reyndu að láta mér finnast eins og ég væri á mörkum þess að vera sek,“ sagði Auðbjörg, sem sagði að hún hefði ítrekað verið minnt á að ólöglegt væri að fremja meinsæri, og gert í því að draga úr trúverðugleika hennar. Auðbjörg svaraði í gær spurningum um frægan kreditreikning frá Nordica í Bandaríkjunum til Baugs, og sagði hún skýringar stjórnenda Baugs á tilkomu reikningsins geta staðist miðað við umfang viðskiptanna. Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, tveir ákærðu í málinu, hafa gefið þær skýringar á reikningnum frá Nordica að hann hefði komið til vegna þess að lager hefði safnast upp af vörum frá Nordica, sem Nordica hefði tekið þátt í að greiða með þessum kreditreikningi. Það stangast hins vegar á við framburð Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica, sem einnig er ákærður í málinu. Hann segir reikninginn algerlega tilhæfulausan.
Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira