Loksins opnast vefgátt Íslands 28. febrúar 2007 00:01 Guðbjörg Sigurðardóttir er skrifstofustjóri skrifstofu upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu. Vefurinn Ísland.is verður opnaður með viðhöfn miðvikudaginn 7. mars næstkomandi, en verkefnið var fyrst kynnt á UT-deginum í fyrra. Kynning á vefnum verður svo meðal annars á sýningunni Tækni og vit sem hefst í Fífunni í Kópavogi daginn eftir. „Allt hefur þetta sinn þróunartíma," segir Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu þegar haft er á því orð að vefurinn hafi fyrst verið kynntur fyrir ári og kveðst ekki telja að fólk verði fyrir vonbrigðum með nýja vefinn. „Þessi þjónustuveita er mjög stórt skref í þá átt að bæta þjónustuna við borgarana." Guðbjörg segir sömu grunnhugsun við lýði og lagt var upp með í þróun vefjarins. „Við lítum á þetta sem nokkurs konar leiðarvísi að opinberri þjónustu. Þarna verður að finna margvíslegar hagnýtar upplýsingar og tilvísanir á efni og þjónustu sem er að finna á vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga." Inni á Íslandi.is verður til að mynda hægt að nálgast nánast öll eyðublöð ríkisins, þar verða grunnupplýsingar um öll sveitarfélög og allar stofnanir landsins auk þess þar verða upplýsingar fyrir innflytjendur á nokkrum tungumálum, auk orðskýringa sem nýtast eiga bæði innflytjendum og almenningi sem kann að staldra við ókunnug hugtök stjórnsýslunnar. Vefurinn verður hins vegar áfram í þróun og leggur Guðbjörg áherslu á að þarna sé um að ræða fyrstu útgáfu hans. Þótt opnunin sjálf sé stórt skref í að auka opinbera þjónustu verði áfram bætt við vefinn. Til dæmi segir hún að auka eigi efni á erlendum tungum, en fyrst í stað verði þarna lágmarksupplýsingar fyrir innflytjendur. Sömuleiðis segir Guðbjörg áherslu lagða á aðgengismál í hönnun Íslands.is. „Öll framsetning er með þeim hætti að hún nýtist til dæmis blindum og sjónskertum, lesblindum og öðrum hópum sem þarf að mæta í hönnun og framsetningu texta." Vefurinn er jafnt hugsaður fyrir almenning og fyrirtæki og er samstarfsverkefni bæði ríkis og sveitarfélaga sem átt hafa fulltrúa í stýrihópi um gerð hans. Héðan og þaðan Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Vefurinn Ísland.is verður opnaður með viðhöfn miðvikudaginn 7. mars næstkomandi, en verkefnið var fyrst kynnt á UT-deginum í fyrra. Kynning á vefnum verður svo meðal annars á sýningunni Tækni og vit sem hefst í Fífunni í Kópavogi daginn eftir. „Allt hefur þetta sinn þróunartíma," segir Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu þegar haft er á því orð að vefurinn hafi fyrst verið kynntur fyrir ári og kveðst ekki telja að fólk verði fyrir vonbrigðum með nýja vefinn. „Þessi þjónustuveita er mjög stórt skref í þá átt að bæta þjónustuna við borgarana." Guðbjörg segir sömu grunnhugsun við lýði og lagt var upp með í þróun vefjarins. „Við lítum á þetta sem nokkurs konar leiðarvísi að opinberri þjónustu. Þarna verður að finna margvíslegar hagnýtar upplýsingar og tilvísanir á efni og þjónustu sem er að finna á vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga." Inni á Íslandi.is verður til að mynda hægt að nálgast nánast öll eyðublöð ríkisins, þar verða grunnupplýsingar um öll sveitarfélög og allar stofnanir landsins auk þess þar verða upplýsingar fyrir innflytjendur á nokkrum tungumálum, auk orðskýringa sem nýtast eiga bæði innflytjendum og almenningi sem kann að staldra við ókunnug hugtök stjórnsýslunnar. Vefurinn verður hins vegar áfram í þróun og leggur Guðbjörg áherslu á að þarna sé um að ræða fyrstu útgáfu hans. Þótt opnunin sjálf sé stórt skref í að auka opinbera þjónustu verði áfram bætt við vefinn. Til dæmi segir hún að auka eigi efni á erlendum tungum, en fyrst í stað verði þarna lágmarksupplýsingar fyrir innflytjendur. Sömuleiðis segir Guðbjörg áherslu lagða á aðgengismál í hönnun Íslands.is. „Öll framsetning er með þeim hætti að hún nýtist til dæmis blindum og sjónskertum, lesblindum og öðrum hópum sem þarf að mæta í hönnun og framsetningu texta." Vefurinn er jafnt hugsaður fyrir almenning og fyrirtæki og er samstarfsverkefni bæði ríkis og sveitarfélaga sem átt hafa fulltrúa í stýrihópi um gerð hans.
Héðan og þaðan Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira