Loksins opnast vefgátt Íslands 28. febrúar 2007 00:01 Guðbjörg Sigurðardóttir er skrifstofustjóri skrifstofu upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu. Vefurinn Ísland.is verður opnaður með viðhöfn miðvikudaginn 7. mars næstkomandi, en verkefnið var fyrst kynnt á UT-deginum í fyrra. Kynning á vefnum verður svo meðal annars á sýningunni Tækni og vit sem hefst í Fífunni í Kópavogi daginn eftir. „Allt hefur þetta sinn þróunartíma," segir Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu þegar haft er á því orð að vefurinn hafi fyrst verið kynntur fyrir ári og kveðst ekki telja að fólk verði fyrir vonbrigðum með nýja vefinn. „Þessi þjónustuveita er mjög stórt skref í þá átt að bæta þjónustuna við borgarana." Guðbjörg segir sömu grunnhugsun við lýði og lagt var upp með í þróun vefjarins. „Við lítum á þetta sem nokkurs konar leiðarvísi að opinberri þjónustu. Þarna verður að finna margvíslegar hagnýtar upplýsingar og tilvísanir á efni og þjónustu sem er að finna á vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga." Inni á Íslandi.is verður til að mynda hægt að nálgast nánast öll eyðublöð ríkisins, þar verða grunnupplýsingar um öll sveitarfélög og allar stofnanir landsins auk þess þar verða upplýsingar fyrir innflytjendur á nokkrum tungumálum, auk orðskýringa sem nýtast eiga bæði innflytjendum og almenningi sem kann að staldra við ókunnug hugtök stjórnsýslunnar. Vefurinn verður hins vegar áfram í þróun og leggur Guðbjörg áherslu á að þarna sé um að ræða fyrstu útgáfu hans. Þótt opnunin sjálf sé stórt skref í að auka opinbera þjónustu verði áfram bætt við vefinn. Til dæmi segir hún að auka eigi efni á erlendum tungum, en fyrst í stað verði þarna lágmarksupplýsingar fyrir innflytjendur. Sömuleiðis segir Guðbjörg áherslu lagða á aðgengismál í hönnun Íslands.is. „Öll framsetning er með þeim hætti að hún nýtist til dæmis blindum og sjónskertum, lesblindum og öðrum hópum sem þarf að mæta í hönnun og framsetningu texta." Vefurinn er jafnt hugsaður fyrir almenning og fyrirtæki og er samstarfsverkefni bæði ríkis og sveitarfélaga sem átt hafa fulltrúa í stýrihópi um gerð hans. Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Vefurinn Ísland.is verður opnaður með viðhöfn miðvikudaginn 7. mars næstkomandi, en verkefnið var fyrst kynnt á UT-deginum í fyrra. Kynning á vefnum verður svo meðal annars á sýningunni Tækni og vit sem hefst í Fífunni í Kópavogi daginn eftir. „Allt hefur þetta sinn þróunartíma," segir Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu þegar haft er á því orð að vefurinn hafi fyrst verið kynntur fyrir ári og kveðst ekki telja að fólk verði fyrir vonbrigðum með nýja vefinn. „Þessi þjónustuveita er mjög stórt skref í þá átt að bæta þjónustuna við borgarana." Guðbjörg segir sömu grunnhugsun við lýði og lagt var upp með í þróun vefjarins. „Við lítum á þetta sem nokkurs konar leiðarvísi að opinberri þjónustu. Þarna verður að finna margvíslegar hagnýtar upplýsingar og tilvísanir á efni og þjónustu sem er að finna á vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga." Inni á Íslandi.is verður til að mynda hægt að nálgast nánast öll eyðublöð ríkisins, þar verða grunnupplýsingar um öll sveitarfélög og allar stofnanir landsins auk þess þar verða upplýsingar fyrir innflytjendur á nokkrum tungumálum, auk orðskýringa sem nýtast eiga bæði innflytjendum og almenningi sem kann að staldra við ókunnug hugtök stjórnsýslunnar. Vefurinn verður hins vegar áfram í þróun og leggur Guðbjörg áherslu á að þarna sé um að ræða fyrstu útgáfu hans. Þótt opnunin sjálf sé stórt skref í að auka opinbera þjónustu verði áfram bætt við vefinn. Til dæmi segir hún að auka eigi efni á erlendum tungum, en fyrst í stað verði þarna lágmarksupplýsingar fyrir innflytjendur. Sömuleiðis segir Guðbjörg áherslu lagða á aðgengismál í hönnun Íslands.is. „Öll framsetning er með þeim hætti að hún nýtist til dæmis blindum og sjónskertum, lesblindum og öðrum hópum sem þarf að mæta í hönnun og framsetningu texta." Vefurinn er jafnt hugsaður fyrir almenning og fyrirtæki og er samstarfsverkefni bæði ríkis og sveitarfélaga sem átt hafa fulltrúa í stýrihópi um gerð hans.
Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira