Vilja að fallið verði frá einum ákærulið 24. febrúar 2007 08:00 Fjölmörg sönnunargögn í málinu voru borin undir Jón Gerald Sullenberger (til vinstri) og fór hann yfir þau með verjanda sínum, Brynjari Níelssyni. MYND/GVA Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu skoruðu í gær á settan ríkissaksóknara í málinu að falla frá átjánda ákærulið ákærunnar, þar sem kærandi í málinu hafi gefið skýringar sem samrýmist ekki ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lagði fram bókun frá honum og Jakobi R. Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, þar sem þessi áskorun kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var fram haldið aðalmeðferð í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi. Í þeim ákærulið sem um ræðir eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið fé úr Baugi til Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, lagði upphaflega fram kæru hjá lögreglu, en hann gaf skýrslu fyrir dómi á fimmtudag sem sakborningur, og kom fyrir dóminn aftur í gær sem sakborningur og vitni. Gestur vísaði í orð hans fyrir dómi þar sem hann sagði að Gaumur hafi aldrei átt hlut í bátum á Flórída, heldur hafi Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, átt hluti á móti sér. Með þessu sagði Gestur botninn fallinn úr ákæruliðnum, og rétt að skora á sækjanda í málinu að falla frá honum. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, sagði ákæruna byggja á fleiru en framburði Jóns Geralds og ekki yrði fallið frá þessum ákærulið. Gestur spurði Jón Gerald út úr sem vitni í málinu, meðal annars um greiðslur frá Baugi til Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds. Jón Ásgeir og Tryggvi halda því fram að Baugur hafi innt af hendi mánaðarlegar greiðslur til Nordica, en Jón Gerald segir fyrirtækið aðeins hafa fengið álagningu af vörum. Gestur benti á að Nordica hafi stefnt Baugi til að greiða 825 þúsund dali hér á landi vegna vanefnda á samningum árið 2003. Sú upphæð sé hærri en Nordica geti mögulega hafa haft út úr viðskiptum við Baug á árunum 1999 til 2002, sem hafi ekki getað verið hærri en um 600 þúsund dalir. Jón Gerald segir upphæðina sem stefnt var vegna hafa verið reiknaða út af endurskoðanda sínum. Gestur sagði ekki heila brú í tölunum frá Jóni Geraldi, og svaraði Jón Gerald því til að þeir yrðu þá bara sammála um að vera ósammála. Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu skoruðu í gær á settan ríkissaksóknara í málinu að falla frá átjánda ákærulið ákærunnar, þar sem kærandi í málinu hafi gefið skýringar sem samrýmist ekki ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lagði fram bókun frá honum og Jakobi R. Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, þar sem þessi áskorun kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var fram haldið aðalmeðferð í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi. Í þeim ákærulið sem um ræðir eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið fé úr Baugi til Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, lagði upphaflega fram kæru hjá lögreglu, en hann gaf skýrslu fyrir dómi á fimmtudag sem sakborningur, og kom fyrir dóminn aftur í gær sem sakborningur og vitni. Gestur vísaði í orð hans fyrir dómi þar sem hann sagði að Gaumur hafi aldrei átt hlut í bátum á Flórída, heldur hafi Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, átt hluti á móti sér. Með þessu sagði Gestur botninn fallinn úr ákæruliðnum, og rétt að skora á sækjanda í málinu að falla frá honum. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, sagði ákæruna byggja á fleiru en framburði Jóns Geralds og ekki yrði fallið frá þessum ákærulið. Gestur spurði Jón Gerald út úr sem vitni í málinu, meðal annars um greiðslur frá Baugi til Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds. Jón Ásgeir og Tryggvi halda því fram að Baugur hafi innt af hendi mánaðarlegar greiðslur til Nordica, en Jón Gerald segir fyrirtækið aðeins hafa fengið álagningu af vörum. Gestur benti á að Nordica hafi stefnt Baugi til að greiða 825 þúsund dali hér á landi vegna vanefnda á samningum árið 2003. Sú upphæð sé hærri en Nordica geti mögulega hafa haft út úr viðskiptum við Baug á árunum 1999 til 2002, sem hafi ekki getað verið hærri en um 600 þúsund dalir. Jón Gerald segir upphæðina sem stefnt var vegna hafa verið reiknaða út af endurskoðanda sínum. Gestur sagði ekki heila brú í tölunum frá Jóni Geraldi, og svaraði Jón Gerald því til að þeir yrðu þá bara sammála um að vera ósammála.
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent