Ósamræmi í framburði 21. febrúar 2007 06:45 Bunki dagsins. Sigurður Tómas Magnússon, sækjandi í Baugsmálinu (til hægri), afhenti sakborningi og verjendum hluta þeirra gagna sem farið var yfir í gær, við upphaf dags í héraðsdómi. MYND/GVA Forstjóra og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs bar alls ekki saman fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um fyrirtæki sem sagt er að forsvarsmenn Baugs hafi stofnað á Bahama-eyjum, og kemur við sögu í Baugsmálinu. Tryggvi Jónsson, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, sagði þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið í gær, að fyrirtækið Miramar hafi verið stofnað á Bahama-eyjum árið 1997. Þá hafi hann sjálfur, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri Nordica í Bandaríkjunum, farið til Bahama-eyja og stofnað fyrirtækið. Tryggvi sagði í samtali við Fréttablaðið að Miramar hafi verið stofnað til að stunda fasteigna- og landakaup, en aldrei hafi orðið af því að það hæfi starfsemi. Það hafi því verið lagt niður árið 1999, tveimur árum eftir stofnun. Þetta er í algerri mótsögn við það sem Jón Ásgeir Jóhannesson sagði við þessi sömu réttarhöld síðastliðinn fimmtudag, þegar hann hélt því statt og stöðugt fram að þetta félag hafi aldrei verið stofnað. Hann sagði að spurt hafi verið um þetta félag áður við rannsókn málsins, en það væri ekki annað en „hugarburður" lögreglu og saksóknara. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, spurði Jón Ásgeir nánar út í Miramar, og bar undir hann tölvupóst sem virðist koma frá Tryggva. Þar segir Tryggvi að Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, hafi átt Miramar. Jón Ásgeir sagði að það væri „vitleysa" hjá Tryggva, og ítrekaði að félagið hefði aldrei verið stofnað. Ákæruvaldið heldur því fram að Miramar tengist skemmtibátnum Thee Viking, en Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir fjárdrátt úr Baugi til að fjármagna bátinn. Telur ákæruvaldið að til hafi staðið að færa eignarhald Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, í Thee Viking yfir til Miramar. Jón Ásgeir hefur þó alltaf haldið því fram að hvorki hann né Gaumur hafi nokkurn tíma átt hlut í bátnum, og Jón Gerald var einn skráður eigandi hans. En Baugsmálið snýst ekki bara um skemmtibáta, og við skýrslutökur af Tryggva í gær viðurkenndi hann að „röð mistaka" hafi orðið til þess að kreditreikningur frá fyrirtækinu SMS í Færeyjum, sem var að hálfu leyti í eigu Baugs, hafi verið sendur til Baugs sumarið 2001, og færður inn í bókhaldið sem tekjur. Reikningurinn hljóðaði upp á tæpar 46,7 milljónir króna, og í ákæru segir að með því að færa þennan „tilhæfulausa" reikning sem tekjur hafi Jón Ásgeir og Tryggvi hagrætt bókhaldi Baugs til að gefa ranga mynd af stöðu fyrirtækisins í hálfs árs uppgjöri árið 2001. Tryggvi sagði að mistökin hefðu uppgötvast síðar þetta sama ár og verið leiðrétt, en sér hafi ekki liðið illa vegna þessara mistaka vegna þess að Baugur hefði átt 60-70 milljónir inni hjá SMS á þessum tíma vegna afsláttar sem hefði verið greiddur eftir á. Mistökin hafi því ekki haft óeðlileg áhrif á gengi bréfa í Baugi. Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Forstjóra og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs bar alls ekki saman fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um fyrirtæki sem sagt er að forsvarsmenn Baugs hafi stofnað á Bahama-eyjum, og kemur við sögu í Baugsmálinu. Tryggvi Jónsson, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, sagði þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið í gær, að fyrirtækið Miramar hafi verið stofnað á Bahama-eyjum árið 1997. Þá hafi hann sjálfur, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri Nordica í Bandaríkjunum, farið til Bahama-eyja og stofnað fyrirtækið. Tryggvi sagði í samtali við Fréttablaðið að Miramar hafi verið stofnað til að stunda fasteigna- og landakaup, en aldrei hafi orðið af því að það hæfi starfsemi. Það hafi því verið lagt niður árið 1999, tveimur árum eftir stofnun. Þetta er í algerri mótsögn við það sem Jón Ásgeir Jóhannesson sagði við þessi sömu réttarhöld síðastliðinn fimmtudag, þegar hann hélt því statt og stöðugt fram að þetta félag hafi aldrei verið stofnað. Hann sagði að spurt hafi verið um þetta félag áður við rannsókn málsins, en það væri ekki annað en „hugarburður" lögreglu og saksóknara. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, spurði Jón Ásgeir nánar út í Miramar, og bar undir hann tölvupóst sem virðist koma frá Tryggva. Þar segir Tryggvi að Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, hafi átt Miramar. Jón Ásgeir sagði að það væri „vitleysa" hjá Tryggva, og ítrekaði að félagið hefði aldrei verið stofnað. Ákæruvaldið heldur því fram að Miramar tengist skemmtibátnum Thee Viking, en Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir fjárdrátt úr Baugi til að fjármagna bátinn. Telur ákæruvaldið að til hafi staðið að færa eignarhald Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, í Thee Viking yfir til Miramar. Jón Ásgeir hefur þó alltaf haldið því fram að hvorki hann né Gaumur hafi nokkurn tíma átt hlut í bátnum, og Jón Gerald var einn skráður eigandi hans. En Baugsmálið snýst ekki bara um skemmtibáta, og við skýrslutökur af Tryggva í gær viðurkenndi hann að „röð mistaka" hafi orðið til þess að kreditreikningur frá fyrirtækinu SMS í Færeyjum, sem var að hálfu leyti í eigu Baugs, hafi verið sendur til Baugs sumarið 2001, og færður inn í bókhaldið sem tekjur. Reikningurinn hljóðaði upp á tæpar 46,7 milljónir króna, og í ákæru segir að með því að færa þennan „tilhæfulausa" reikning sem tekjur hafi Jón Ásgeir og Tryggvi hagrætt bókhaldi Baugs til að gefa ranga mynd af stöðu fyrirtækisins í hálfs árs uppgjöri árið 2001. Tryggvi sagði að mistökin hefðu uppgötvast síðar þetta sama ár og verið leiðrétt, en sér hafi ekki liðið illa vegna þessara mistaka vegna þess að Baugur hefði átt 60-70 milljónir inni hjá SMS á þessum tíma vegna afsláttar sem hefði verið greiddur eftir á. Mistökin hafi því ekki haft óeðlileg áhrif á gengi bréfa í Baugi.
Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira