Lady Sovereign - þrjár stjörnur 20. febrúar 2007 09:45 Frumsmíð dvergvöxnu ensku rappstelpunnar sem Jay-Z féll fyrir er fersk og skemmtileg þó að lögin séu misjöfn að gæðum. Lady Sovereign heitir réttu nafni Louise Harman og ólst upp í alræmdu fátækrahverfi í Norður-London. Hún vakti fyrst athygli þegar hún setti efni með sér inn á aðdáendasíðu bresku rappsveitarinnar So Solid Crew. Hún var þá 14 ára. Hún átti lag á Grime-safnplötunni Run The Road sem kom út árið 2005, en Grime-tónlistin er sambland af garage-danstónlist og rappi og hefur verið áberandi í London síðustu ár. Lady Sovereign hitti Jay-Z í samkvæmi árið 2005. Hann bað hana að spinna upp rímur á staðnum sem hún gerði með stæl og í framhaldinu bauð hann henni samning við Def Jam-útgáfuna. Public Warning er hennar fyrsta plata í fullri lengd. Hún er sambland af gömlu smáskífulögunum hennar og nýju efni. Hún kom út í Bandaríkjunum í fyrra, en er nýkomin út í Evrópu. Lady Sovereign er bæði töffari og húmoristi. Hún hefur gott flæði og mjög áberandi enskan framburð og textarnir hennar eru fullir af skemmtilegum hversdagsævintýrum. Hún hefur húmor fyrir sjálfri sér og talar mikið um það hvað hún sé smávaxin. Í laginu Love Me Or Hate Me segist hún vera „Officially the biggest midget in the game“ og fyrsta EP-platan hennar hét „Vertically Challenged“. Það er margt flott í tónlistinni, taktarnir eru bæði ferskir, einfaldir og fönkí. Það eru nokkur frábær lög hér, – þar á meðal 9 to 5, Random, Public Warning, Love Me or Hate Me og Hoodie. Lögin eru samt misjöfn að gæðum og það dregur heildina niður. Trausti Júlíusson Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Lady Sovereign heitir réttu nafni Louise Harman og ólst upp í alræmdu fátækrahverfi í Norður-London. Hún vakti fyrst athygli þegar hún setti efni með sér inn á aðdáendasíðu bresku rappsveitarinnar So Solid Crew. Hún var þá 14 ára. Hún átti lag á Grime-safnplötunni Run The Road sem kom út árið 2005, en Grime-tónlistin er sambland af garage-danstónlist og rappi og hefur verið áberandi í London síðustu ár. Lady Sovereign hitti Jay-Z í samkvæmi árið 2005. Hann bað hana að spinna upp rímur á staðnum sem hún gerði með stæl og í framhaldinu bauð hann henni samning við Def Jam-útgáfuna. Public Warning er hennar fyrsta plata í fullri lengd. Hún er sambland af gömlu smáskífulögunum hennar og nýju efni. Hún kom út í Bandaríkjunum í fyrra, en er nýkomin út í Evrópu. Lady Sovereign er bæði töffari og húmoristi. Hún hefur gott flæði og mjög áberandi enskan framburð og textarnir hennar eru fullir af skemmtilegum hversdagsævintýrum. Hún hefur húmor fyrir sjálfri sér og talar mikið um það hvað hún sé smávaxin. Í laginu Love Me Or Hate Me segist hún vera „Officially the biggest midget in the game“ og fyrsta EP-platan hennar hét „Vertically Challenged“. Það er margt flott í tónlistinni, taktarnir eru bæði ferskir, einfaldir og fönkí. Það eru nokkur frábær lög hér, – þar á meðal 9 to 5, Random, Public Warning, Love Me or Hate Me og Hoodie. Lögin eru samt misjöfn að gæðum og það dregur heildina niður. Trausti Júlíusson
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira