Sigur Rós til verndar Varmá 16. febrúar 2007 07:15 Hljómsveitin Sigur Rós kemur fram á baráttu- og styrktartónleikunum í kvöld. Baráttu- og styrktartónleikar undir yfirskriftinni Lifi Álafoss! verða haldnir í BaseCamp-verinu í Héðinshúsinu á sunnudagskvöld. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font & Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Húsið verður opnað klukkan 20.00 og er takmarkaður miðafjöldi. „Þetta eru tónleikar til styrktar Varmársamtökunum. Það er búið að kæra umhverfisráðherra og það er dýrt að fara í svona mál. Við erum að hjálpa samtökunum í þeirri baráttu," segir Orri Dýrason, trommari Sigur Rósar, sem er meðlimur samtakanna og býr sjálfur í Mosfellsbæ. Orri segir að Sigur Rós ætli að yfirgefa hljóðver sitt, Sundlaugina, ef nýr vegur verður lagður á svæðinu. „Þær forsendur verða þá farnar sem fengu okkur til að koma hingað, næðið og friðurinn. Þetta snýst samt mest um Varmá. Hún er á náttúruminjaskrá og mannvirkið fer þar of nálægt. Af því að það á að gera þennan veg þá þarf að gera nýjan Álafossveg sem verður enn þá nær Varmá. Við viljum að þetta fari í umhverfismat," segir hann. Að sögn Orra voru allir þeir sem koma fram á tónleikunum mjög reiðubúnir til að hjálpa Varmársamtökunum. „Þeir hafa allir unnið hjá okkur í stúdíóinu. Þeir hafa eytt svolitlum tíma hérna uppfrá og þykir vænt um svæðið." Miðaverð á tónleikana er 3.200 krónur og fer miðasala fram á midi.is. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Baráttu- og styrktartónleikar undir yfirskriftinni Lifi Álafoss! verða haldnir í BaseCamp-verinu í Héðinshúsinu á sunnudagskvöld. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font & Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Húsið verður opnað klukkan 20.00 og er takmarkaður miðafjöldi. „Þetta eru tónleikar til styrktar Varmársamtökunum. Það er búið að kæra umhverfisráðherra og það er dýrt að fara í svona mál. Við erum að hjálpa samtökunum í þeirri baráttu," segir Orri Dýrason, trommari Sigur Rósar, sem er meðlimur samtakanna og býr sjálfur í Mosfellsbæ. Orri segir að Sigur Rós ætli að yfirgefa hljóðver sitt, Sundlaugina, ef nýr vegur verður lagður á svæðinu. „Þær forsendur verða þá farnar sem fengu okkur til að koma hingað, næðið og friðurinn. Þetta snýst samt mest um Varmá. Hún er á náttúruminjaskrá og mannvirkið fer þar of nálægt. Af því að það á að gera þennan veg þá þarf að gera nýjan Álafossveg sem verður enn þá nær Varmá. Við viljum að þetta fari í umhverfismat," segir hann. Að sögn Orra voru allir þeir sem koma fram á tónleikunum mjög reiðubúnir til að hjálpa Varmársamtökunum. „Þeir hafa allir unnið hjá okkur í stúdíóinu. Þeir hafa eytt svolitlum tíma hérna uppfrá og þykir vænt um svæðið." Miðaverð á tónleikana er 3.200 krónur og fer miðasala fram á midi.is.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira