Umhverfisstjórnun fær ISO-vottun hjá Actavis 14. febrúar 2007 00:01 Frá ISO 14001 vottuninni Leó Sigurðsson, deildarstjóri öryggis- og umhverfiseftirlits Actavis á Íslandi, Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, Róbert Wessman forstjóri, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Hákon Jóhannesson, fulltrúi SGS á Íslandi. MYND/GVA Actavis á Íslandi hefur fengið afhent viðurkenningarskjal til staðfestingar á ISO 14001 vottun umhverfisstjórnunarkerfis fyrirtækisins. Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, segir fyrirtækið hafa einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfis- og öryggismálum. Skjalið var afhent með viðhöfn í síðustu viku, en umhverfisstjórnunarkerfið hefur þegar verið innleitt eftir eins árs innleiðingarferli. Actavis er áttunda fyrirtækið hér sem fær ISO 14001 vottun. Ráðgjafarfyrirtækið SGS (Société Générale de Surveillance) United Kingdom Ltd. gerði úttekt á umhverfisstjórnunarkerfinu. „ISO 14001 er alþjóðlegur staðall þar sem tilgreindar eru kröfur sem gera eiga fyrirtækjum kleift að þróa og innleiða stefnu og markmið í umhverfismálum með hliðsjón af umhverfisþáttum, lagalegum kröfum svo og öðrum þeim kröfum sem við kunna að eiga. Þegar fyrirtækin hafa uppfyllt öll skilyrði staðalsins er hægt að öðlast vottun óháðs aðila á umhverfisstjórnunarkerfinu í samræmi við kröfur ISO 14001,“ segir í tilkynningu. Merki ISO vottunarinnar Í tilefni áfangans hjá Actavis var Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, boðið í formlega heimsókn til Actavis og þeim kynnt starfsemi fyrirtækisins. Í lok heimsóknarinnar var svo viðurkenningarskjalið afhent. „Við erum afar stolt af því að vera fyrirtæki sem kemur fram á ábyrgan hátt gagnvart umhverfinu,“ er haft eftir Jóni Gunnari. „Við teljum að ávinningur umhverfisstjórnunar sé mikill og muni koma fram í aukinni hagkvæmni, betri stjórn á umhverfisþáttum og áhættu í rekstri samfara jákvæðari ímynd og meiri samkeppnishæfni.“ Héðan og þaðan Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Actavis á Íslandi hefur fengið afhent viðurkenningarskjal til staðfestingar á ISO 14001 vottun umhverfisstjórnunarkerfis fyrirtækisins. Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, segir fyrirtækið hafa einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfis- og öryggismálum. Skjalið var afhent með viðhöfn í síðustu viku, en umhverfisstjórnunarkerfið hefur þegar verið innleitt eftir eins árs innleiðingarferli. Actavis er áttunda fyrirtækið hér sem fær ISO 14001 vottun. Ráðgjafarfyrirtækið SGS (Société Générale de Surveillance) United Kingdom Ltd. gerði úttekt á umhverfisstjórnunarkerfinu. „ISO 14001 er alþjóðlegur staðall þar sem tilgreindar eru kröfur sem gera eiga fyrirtækjum kleift að þróa og innleiða stefnu og markmið í umhverfismálum með hliðsjón af umhverfisþáttum, lagalegum kröfum svo og öðrum þeim kröfum sem við kunna að eiga. Þegar fyrirtækin hafa uppfyllt öll skilyrði staðalsins er hægt að öðlast vottun óháðs aðila á umhverfisstjórnunarkerfinu í samræmi við kröfur ISO 14001,“ segir í tilkynningu. Merki ISO vottunarinnar Í tilefni áfangans hjá Actavis var Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, boðið í formlega heimsókn til Actavis og þeim kynnt starfsemi fyrirtækisins. Í lok heimsóknarinnar var svo viðurkenningarskjalið afhent. „Við erum afar stolt af því að vera fyrirtæki sem kemur fram á ábyrgan hátt gagnvart umhverfinu,“ er haft eftir Jóni Gunnari. „Við teljum að ávinningur umhverfisstjórnunar sé mikill og muni koma fram í aukinni hagkvæmni, betri stjórn á umhverfisþáttum og áhættu í rekstri samfara jákvæðari ímynd og meiri samkeppnishæfni.“
Héðan og þaðan Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira