Tónlist

Þrjú nöfn bætast við

Breska hljómsveitin The Who spilar á Hróarskeldu í ár.
Breska hljómsveitin The Who spilar á Hróarskeldu í ár.
Þrjú nöfn frá Skandinavíu hafa bæst við þá sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í byrjun júlí. Thomas Dybdahl, sem spilar kassagítartónlist í anda Neil Young og Jeff Buckley, hefur skráð sig til leiks auk hljómsveitarinnar 120 Days frá Noregi og Dúné frá Danmörku.

Áður höfðu hljómsveitirnar The Who og Red Hot Chili Peppers boðað komu sína auk Bjarkar Guðmundsdóttur. Verða þetta einu tónleikar Bjarkar á Norðurlöndunum í sumar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.