Dýrasta bókin 7. febrúar 2007 09:45 Peningahrúga Ritverk sem kallað hefur verið dýrasta bók í heimi er nú til sýnis í Þýskalandi. Vefritið Deutsche Welle greinir frá því að bók þessi sé svo viðkvæm að almenningi gefst aðeins kostur á að sjá hana í sex vikur á ári. Bókin er frá 12. öld og geymir guðspjöllin fjögur í myndskreyttri og gullflúraðri útgáfu á 226 síðum. Ritið er kennt við prinsinn Hinrik sem ríkti í Saxlandi og Bæjaralandi á sínum tíma en hann lét gera bók þessa í kringum árið 1188 þegar nýtt altari – helgað Maríu mey – var afhjúpað í dómkirkjunni í Braunschweig. Bókin var seld fyrir 16 milljónir evra á uppboði hjá Sotheby’s í London árið 1983 en þá hafði þýska ríkið ásamt ráðamönnum í Saxlandi og Bæjaralandi lagt á ráðin ásamt fleirum um að koma ritinu aftur til ættjarðarinnar. Enginn veit þó hver fékk þessar sextán milljónir en saga þessa gullinslegna guðræknirits er skrautleg mjög. Bókin hefur meðal annars ferðast til Prag og Hannover, haft viðkomu í Austurríki og eftir síðari heimsstyrjöld var reynt að selja hana sjálfum Englandskonungi en hann hafði ekki áhuga. Gersemin er nú varðveitt í Herzog August bókasafninu í Wolfen-büttel, skammt frá borginni Braunschweig í neðra Saxlandi. Hún verður til sýnis fram að 18. mars. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ritverk sem kallað hefur verið dýrasta bók í heimi er nú til sýnis í Þýskalandi. Vefritið Deutsche Welle greinir frá því að bók þessi sé svo viðkvæm að almenningi gefst aðeins kostur á að sjá hana í sex vikur á ári. Bókin er frá 12. öld og geymir guðspjöllin fjögur í myndskreyttri og gullflúraðri útgáfu á 226 síðum. Ritið er kennt við prinsinn Hinrik sem ríkti í Saxlandi og Bæjaralandi á sínum tíma en hann lét gera bók þessa í kringum árið 1188 þegar nýtt altari – helgað Maríu mey – var afhjúpað í dómkirkjunni í Braunschweig. Bókin var seld fyrir 16 milljónir evra á uppboði hjá Sotheby’s í London árið 1983 en þá hafði þýska ríkið ásamt ráðamönnum í Saxlandi og Bæjaralandi lagt á ráðin ásamt fleirum um að koma ritinu aftur til ættjarðarinnar. Enginn veit þó hver fékk þessar sextán milljónir en saga þessa gullinslegna guðræknirits er skrautleg mjög. Bókin hefur meðal annars ferðast til Prag og Hannover, haft viðkomu í Austurríki og eftir síðari heimsstyrjöld var reynt að selja hana sjálfum Englandskonungi en hann hafði ekki áhuga. Gersemin er nú varðveitt í Herzog August bókasafninu í Wolfen-büttel, skammt frá borginni Braunschweig í neðra Saxlandi. Hún verður til sýnis fram að 18. mars.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira