Dýrasta bókin 7. febrúar 2007 09:45 Peningahrúga Ritverk sem kallað hefur verið dýrasta bók í heimi er nú til sýnis í Þýskalandi. Vefritið Deutsche Welle greinir frá því að bók þessi sé svo viðkvæm að almenningi gefst aðeins kostur á að sjá hana í sex vikur á ári. Bókin er frá 12. öld og geymir guðspjöllin fjögur í myndskreyttri og gullflúraðri útgáfu á 226 síðum. Ritið er kennt við prinsinn Hinrik sem ríkti í Saxlandi og Bæjaralandi á sínum tíma en hann lét gera bók þessa í kringum árið 1188 þegar nýtt altari – helgað Maríu mey – var afhjúpað í dómkirkjunni í Braunschweig. Bókin var seld fyrir 16 milljónir evra á uppboði hjá Sotheby’s í London árið 1983 en þá hafði þýska ríkið ásamt ráðamönnum í Saxlandi og Bæjaralandi lagt á ráðin ásamt fleirum um að koma ritinu aftur til ættjarðarinnar. Enginn veit þó hver fékk þessar sextán milljónir en saga þessa gullinslegna guðræknirits er skrautleg mjög. Bókin hefur meðal annars ferðast til Prag og Hannover, haft viðkomu í Austurríki og eftir síðari heimsstyrjöld var reynt að selja hana sjálfum Englandskonungi en hann hafði ekki áhuga. Gersemin er nú varðveitt í Herzog August bókasafninu í Wolfen-büttel, skammt frá borginni Braunschweig í neðra Saxlandi. Hún verður til sýnis fram að 18. mars. Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Ritverk sem kallað hefur verið dýrasta bók í heimi er nú til sýnis í Þýskalandi. Vefritið Deutsche Welle greinir frá því að bók þessi sé svo viðkvæm að almenningi gefst aðeins kostur á að sjá hana í sex vikur á ári. Bókin er frá 12. öld og geymir guðspjöllin fjögur í myndskreyttri og gullflúraðri útgáfu á 226 síðum. Ritið er kennt við prinsinn Hinrik sem ríkti í Saxlandi og Bæjaralandi á sínum tíma en hann lét gera bók þessa í kringum árið 1188 þegar nýtt altari – helgað Maríu mey – var afhjúpað í dómkirkjunni í Braunschweig. Bókin var seld fyrir 16 milljónir evra á uppboði hjá Sotheby’s í London árið 1983 en þá hafði þýska ríkið ásamt ráðamönnum í Saxlandi og Bæjaralandi lagt á ráðin ásamt fleirum um að koma ritinu aftur til ættjarðarinnar. Enginn veit þó hver fékk þessar sextán milljónir en saga þessa gullinslegna guðræknirits er skrautleg mjög. Bókin hefur meðal annars ferðast til Prag og Hannover, haft viðkomu í Austurríki og eftir síðari heimsstyrjöld var reynt að selja hana sjálfum Englandskonungi en hann hafði ekki áhuga. Gersemin er nú varðveitt í Herzog August bókasafninu í Wolfen-büttel, skammt frá borginni Braunschweig í neðra Saxlandi. Hún verður til sýnis fram að 18. mars.
Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira