Tónlistargjörningur í fimmtugsafmælinu 25. janúar 2007 05:45 Árni Matthíasson er fimmtugur og hefur skrifað um tónlist fyrir Morgunblaðið í tuttugu ár. MYND/Anton Tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson er að verða fimmtugur. Af því tilefni blæs hann til mikillar veislu á þriðjudag þegar hann býður vinum og samstarfsmönnum upp á eyrnakonfekt að hætti hússins. „Þetta er nú ekki frægasta liðið en þetta er fólk sem mig langaði til að sjá," segir tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson sem hyggst bjóða upp á tónlistarhlaðborð á Nasa þann 30. janúar. Tilefnið er ærið. Árni er fimmtugur og tuttugu ár liðin síðan að hann hóf að skrifa um tónlist fyrir Morgunblaðið. Krummi syngur fyrir Árna Matt. Þær hljómsveitir sem heiðra Árna með nærveru sinni eru meðal annars Ghostigital, Benni Hemm Hemm, Mínus og rokk-risaeðlurnar í Ham. „Þetta verður reyndar hálfgerður tónlistargjörningur enda hef ég parað hljómsveitirnar tvær og tvær saman til að heyra eitthvað nýtt," útskýrir hann. Árna telst til að yfir sjö þúsund greinar um tónlist liggi eftir hann. Og er þá aðeins dregið úr. „Fyrsta viðtalið sem ég tók var við Sykurmolanna Einar Örn og Þór Eldon á lítilli knæpu í miðborg Reykjavíkur. Mjög eftirminnilegt því hljómsveitin hafði nýverið gefið út smáskífuna Ammæli," segir Árni. Þar að auki hefur tónlistargagnrýnandinn verið formaður dómnefndar á Músíktilraunum svo lengi sem elstu menn muna. „Mér finnst bara ekkert skemmtilegra en að heyra eitthvað nýtt. Þetta verður einhver árátta. Að finna nýjar hljómsveitir er einhver sérstök upplifun." Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson er að verða fimmtugur. Af því tilefni blæs hann til mikillar veislu á þriðjudag þegar hann býður vinum og samstarfsmönnum upp á eyrnakonfekt að hætti hússins. „Þetta er nú ekki frægasta liðið en þetta er fólk sem mig langaði til að sjá," segir tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson sem hyggst bjóða upp á tónlistarhlaðborð á Nasa þann 30. janúar. Tilefnið er ærið. Árni er fimmtugur og tuttugu ár liðin síðan að hann hóf að skrifa um tónlist fyrir Morgunblaðið. Krummi syngur fyrir Árna Matt. Þær hljómsveitir sem heiðra Árna með nærveru sinni eru meðal annars Ghostigital, Benni Hemm Hemm, Mínus og rokk-risaeðlurnar í Ham. „Þetta verður reyndar hálfgerður tónlistargjörningur enda hef ég parað hljómsveitirnar tvær og tvær saman til að heyra eitthvað nýtt," útskýrir hann. Árna telst til að yfir sjö þúsund greinar um tónlist liggi eftir hann. Og er þá aðeins dregið úr. „Fyrsta viðtalið sem ég tók var við Sykurmolanna Einar Örn og Þór Eldon á lítilli knæpu í miðborg Reykjavíkur. Mjög eftirminnilegt því hljómsveitin hafði nýverið gefið út smáskífuna Ammæli," segir Árni. Þar að auki hefur tónlistargagnrýnandinn verið formaður dómnefndar á Músíktilraunum svo lengi sem elstu menn muna. „Mér finnst bara ekkert skemmtilegra en að heyra eitthvað nýtt. Þetta verður einhver árátta. Að finna nýjar hljómsveitir er einhver sérstök upplifun."
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira