Fyrsta sólóplatan í átta ár 25. janúar 2007 05:15 Páll Óskar Hjálmtýsson er með tvær plötur í bígerð. Önnur verður fyrsta sólóplata hans í átta ár. „Hún kemur vonandi í sumar, en kannski í haust. Ég ætla að klára X-factor í friði og sé bara til," sagði hann. Plötuna segir Páll Óskar stefna í að verða útúrgeggjaða teknóplötu. „Það var nú ekki ætlunin, en lögin eru að fara í þá áttina. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra þetta, það sem komið er hljómar mjög vel í mínum eyrum," sagði hann. Páll Óskar og Monika Abendroth undirbúa einnig frekari útgáfu, en samstarf þeirra hingað til hefur reynst afar farsælt. „Við erum að safna lögum. En ég ætla að koma þessari dansplötu frá mér sem fyrst," sagði Páll Óskar. Þó að X-factor eigi hug hans mestallan getur ekkert hamlað því að Páll Óskar komist í Eurovision-gírinn. „Það gerist nú bara sjálfkrafa," sagði hann kátur. „Ég er einmitt búinn að taka að mér að vera með eftirpartí á Nasa eftir íslensku keppnina 17. febrúar," sagði Páll Óskar, sem ætlar þó jafnframt að halda hið árlega Eurovisionpartí sitt. „Við erum búin að fá hinn rúmenska Mihai, sem söng Tornero, til landsins. Hann mun troða upp í úrslitakeppninni á RÚV og svo hleypur hann bara beint yfir á Nasa í partíið mitt," sagði Páll Óskar, sem sér sjálfur um skífuþeytingar og treður upp. „Þetta verður alveg geggjað," sagði hann kampakátur. Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson er með tvær plötur í bígerð. Önnur verður fyrsta sólóplata hans í átta ár. „Hún kemur vonandi í sumar, en kannski í haust. Ég ætla að klára X-factor í friði og sé bara til," sagði hann. Plötuna segir Páll Óskar stefna í að verða útúrgeggjaða teknóplötu. „Það var nú ekki ætlunin, en lögin eru að fara í þá áttina. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra þetta, það sem komið er hljómar mjög vel í mínum eyrum," sagði hann. Páll Óskar og Monika Abendroth undirbúa einnig frekari útgáfu, en samstarf þeirra hingað til hefur reynst afar farsælt. „Við erum að safna lögum. En ég ætla að koma þessari dansplötu frá mér sem fyrst," sagði Páll Óskar. Þó að X-factor eigi hug hans mestallan getur ekkert hamlað því að Páll Óskar komist í Eurovision-gírinn. „Það gerist nú bara sjálfkrafa," sagði hann kátur. „Ég er einmitt búinn að taka að mér að vera með eftirpartí á Nasa eftir íslensku keppnina 17. febrúar," sagði Páll Óskar, sem ætlar þó jafnframt að halda hið árlega Eurovisionpartí sitt. „Við erum búin að fá hinn rúmenska Mihai, sem söng Tornero, til landsins. Hann mun troða upp í úrslitakeppninni á RÚV og svo hleypur hann bara beint yfir á Nasa í partíið mitt," sagði Páll Óskar, sem sér sjálfur um skífuþeytingar og treður upp. „Þetta verður alveg geggjað," sagði hann kampakátur.
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira