Söngvaskáld í Danaveldi 23. janúar 2007 07:30 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. MYND/Rósa Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. Fyrst spilar hann í Álaborg hinn 6. og daginn eftir heldur hann tvenna tónleika í Kaupmannahöfn. Fyrri tónleikarnir í Kaupmannahöfn verða í verslun 12 Tóna og þeir síðari í Loppen. Pétur er nýkominn frá Hollandi þar sem hann spilaði á tónlistarhátíðinni Eurosonic ásamt hljómsveit sinni. „Það gekk rosavel og var æðislega gaman,“ segir Pétur. „Það var mesta furða hvað það var vel tekið í þetta og það var líka gaman hvað það mættu margir því tónleikarnir voru snemma um kvöldið.“ Fimm stjörnur í DanmörkuFyrsta og eina plata Péturs Ben, Wine for My Weakness, hefur verið gefin út af 12 Tónum í Danmörku og fengið þar góða dóma. Fékk hún fimm stjörnur af sex mögulegum í Politiken og einnig fimm af sex í tónlistarblaðinu Soundvenue þar sem sagði m.a. „Dæmigert! Hæfileikaríkt og persónulegt söngvaskáld á íslenskri frumraun“. Að auki fékk platan fjórar stjörnur af sex í tónlistarblaðinu GAFFA. Platan, sem var ofarlega á listum íslenskra gagnrýnenda yfir bestu plötur síðasta árs, hefur verið tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistaverðlaununum sem verða afhent í lok janúar, auk þess sem Pétur er tilnefndur sem söngvari og nýliði ársins. Alveg í skýjunumPétur segist vera alveg í skýjunum yfir viðtökunum við plötunni. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt. Ég hefði aldrei trúað því áður en platan kom út að hún fengi svona mikla athygli. Það hefur verið rosalega mikið fjallað um hana og það er ekki hægt að fara fram á meira.“ Ferðast um landiðPétur mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að fylgja plötunni eftir erlendis hyggur hann á tónleika á Akureyri í byrjun febrúar og ferðar í kringum landið með Lay Low og Rás 2 í mars. Einnig samdi hann tónlistina við kvikmyndina Foreldra sem var nýverið frumsýnd hér á landi.freyr@frettabladid.is Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. Fyrst spilar hann í Álaborg hinn 6. og daginn eftir heldur hann tvenna tónleika í Kaupmannahöfn. Fyrri tónleikarnir í Kaupmannahöfn verða í verslun 12 Tóna og þeir síðari í Loppen. Pétur er nýkominn frá Hollandi þar sem hann spilaði á tónlistarhátíðinni Eurosonic ásamt hljómsveit sinni. „Það gekk rosavel og var æðislega gaman,“ segir Pétur. „Það var mesta furða hvað það var vel tekið í þetta og það var líka gaman hvað það mættu margir því tónleikarnir voru snemma um kvöldið.“ Fimm stjörnur í DanmörkuFyrsta og eina plata Péturs Ben, Wine for My Weakness, hefur verið gefin út af 12 Tónum í Danmörku og fengið þar góða dóma. Fékk hún fimm stjörnur af sex mögulegum í Politiken og einnig fimm af sex í tónlistarblaðinu Soundvenue þar sem sagði m.a. „Dæmigert! Hæfileikaríkt og persónulegt söngvaskáld á íslenskri frumraun“. Að auki fékk platan fjórar stjörnur af sex í tónlistarblaðinu GAFFA. Platan, sem var ofarlega á listum íslenskra gagnrýnenda yfir bestu plötur síðasta árs, hefur verið tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistaverðlaununum sem verða afhent í lok janúar, auk þess sem Pétur er tilnefndur sem söngvari og nýliði ársins. Alveg í skýjunumPétur segist vera alveg í skýjunum yfir viðtökunum við plötunni. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt. Ég hefði aldrei trúað því áður en platan kom út að hún fengi svona mikla athygli. Það hefur verið rosalega mikið fjallað um hana og það er ekki hægt að fara fram á meira.“ Ferðast um landiðPétur mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að fylgja plötunni eftir erlendis hyggur hann á tónleika á Akureyri í byrjun febrúar og ferðar í kringum landið með Lay Low og Rás 2 í mars. Einnig samdi hann tónlistina við kvikmyndina Foreldra sem var nýverið frumsýnd hér á landi.freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira