Viðskipti erlent

Vilja eignast blómakeðjuna Blooms

Bæta við sig blómum Baugur skoðar yfirtöku á Blooms ásamt fjárfestum.
Bæta við sig blómum Baugur skoðar yfirtöku á Blooms ásamt fjárfestum.

Fjárfestahópur sem samanstendur af Baugi Group, fjárfestingarfélagi Skotans Toms Hunter og Halifax Bank of Scotland, vinnur að því að taka yfir bresku garðvörukeðjuna Blooms of Bressingham, að sögn Financial Times. Þetta er sami hópur og tók yfir Wyevale Garden Centres í apríl í fyrra fyrir fjörutíu milljarða króna.

Tilboðið myndi hljóða upp á 85 pens á hlut, sem svarar til fjögurra milljarða króna fyrir allt félagið. Stjórn Blooms greindi frá því í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar í Lundúnum að hún ætti í viðræðum við fjárfesta en þær væru á frumstigi.

Stjórnendur félagsins voru nokkuð sáttir við söluna síðustu tvo mánuði ársins 2006. Veltan jókst um 19,4 prósent á milli ára, þar af um 7,5 prósent að öllu óbreyttu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×