Körfubolti

Liðin úr riðli Njarðvíkur standa vel að vígi

Mynd/Vilhelm

Átta liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu klárast í vikunni en þar mætast liðin sem voru með Njarðvík og Keflavík í riðli fyrir áramót.  Liðin sem fóru upp úr riðli Njarðvíkur (CSK-VVS Samara og Cherkaski Mavpy) unnu liðin sem voru með Keflavík í riðli (BC Dnipro og Mlekarna Kunin).

CSK-VVS Samara vann 20 stiga útisigur á Mlekarna Kunin (84-64) og Cherkaski Mavpy vann 2 stiga heimasigur á BC Dnipro (89-87). Það lið sem hefur betur samanlagt út úr tveimur leikjum kemst áfram í undanúrslit.



Njarðvík tapaði báðum heimaleikjum sínum gegn þessum liðum með aðeins tveimur stigum en Keflavík tapaði heimaleiknum gegn BC Dnipro með 1 stigi en steinlá með 29 stigum á heimavelli gegn Mlekarna Kunin. Liðin töpuðu síðan bæði stórt í öllum útileikjunum.- óój




Fleiri fréttir

Sjá meira


×