„Himinbornar systur“ 12. janúar 2007 06:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskólans, rituðu í gær undir samkomulag um menntun og rannsóknir. Það markar nýtt upphaf í þróun vísindarannsókna og háskólakennslu. Í því felst einnig veigamesta pólitíska ákvörðun kjörtímabilsins. Þegar Benedikt Sveinsson þingmaður Norðmýlinga hóf baráttuna fyrir íslenskum háskóla á Alþingi var á brattann að sækja. Efi margra var sterkur. En hugsjón hans var stór og framsýnin skörp. Þegar hann mælti fyrir háskólafrumvarpinu 1881 komst hann svo að orði: „Þannig hefur innlend menntun, framför og frelsi jafnan verið þrjár skyldgetnar himinbornar systur, sem hafa haldist í hendur og leitt hverja einstaka þjóð að því takmarki, sem forsjónin hefur sett henni." Grímur Thomsen var sennilega eini sanni heimsborgarinn á þingi þá. Honum fannst háskólahugsjónin háfleyg og fyrst og fremst skáldleg því það væri fáheyrt einsdæmi að sjötíuþúsund manna þjóð hefði háskóla. Skáldið setti ofan í við fullhugann með þessari samlíkingu við flug valsins: „Hann sér ekki ævinlega vel fram á veginn þótt hann beini fluginu hátt. Eins er um 2. þingmann Norður Múlasýslu, svo vel sem hann hugsar, og svo háfleygur sem hann er í anda, þá er hann ekki ólíkur valnum, þegar hann er kallaður fálki." Andríki andmælanna hafði betur á þeim tíma. Nú er önnur öld. Vissulega efuðust ýmsir þegar háskólarektor kynnti stefnumörkun um að koma Háskóla Íslands í fremstu röð. Margir hafa ugglaust hugsað sitt. Engum datt þó í hug að kalla valinn fálka. Hitt var ljóst að komið var að vatnaskilum í starfi skólans. Framhaldið var augljóslega háð því hvernig brugðist yrði við á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að fullyrða að menntamálaráðherra hafi brotið blað með þeirri skýru og markvissu skuldbindingu sem undirrituð var í gær. Það er til marks um að gildi fjárfestingar í menntun og rannsóknum er réttilega metið. Engin fjárfesting önnur er traustari undirstaða fyrir efnalegar framfarir en af því tagi sem þessi gerð felur í sér. Hún skilar Háskólanum ekki á leiðarenda þess markmiðs sem sett hefur verið en hún gerir honum kleift að leggja í þá för. Þar að baki liggur vel ráðin og metnaðarfull pólitísk ákvörðun. Mikilvægt er að hlú að fjölbreyttri háskólakennslu í landinu. Samkeppni á sviði vísinda og rannsókna er nauðsynleg. En sú pólitíska ákvörðun sem felst í samningi Háskólans og stjórnvalda markar skýra stefnu um hvar höfuð ábyrgðin liggur á þessu sviði. Með því er ekki gert lítið úr öðrum. Háskólinn hefur fengið byr í seglin. Fróðlegt verður að fylgjast með starfi vísinda- og fræðimanna skólans á komandi tíð. Þjóðin þarf að sjá og fylgjast betur með því starfi sem þar fer fram og reyndar á öðrum vettvangi þar sem rannsóknir eru stundaðar af metnaði og framsýni. Gott aðhald þarf að vera að því starfi. Nú um stundir tíðkast ógjarnan hátimbruð orð eins og notuð voru í upphafi háskólabaráttunnar. En með vissum hætti má segja að í gær hafi rektor og menntamálaráðherra staðið saman sem ágætis tákn fyrir þær þrjár „himinbornu systur" sem þá var lýst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskólans, rituðu í gær undir samkomulag um menntun og rannsóknir. Það markar nýtt upphaf í þróun vísindarannsókna og háskólakennslu. Í því felst einnig veigamesta pólitíska ákvörðun kjörtímabilsins. Þegar Benedikt Sveinsson þingmaður Norðmýlinga hóf baráttuna fyrir íslenskum háskóla á Alþingi var á brattann að sækja. Efi margra var sterkur. En hugsjón hans var stór og framsýnin skörp. Þegar hann mælti fyrir háskólafrumvarpinu 1881 komst hann svo að orði: „Þannig hefur innlend menntun, framför og frelsi jafnan verið þrjár skyldgetnar himinbornar systur, sem hafa haldist í hendur og leitt hverja einstaka þjóð að því takmarki, sem forsjónin hefur sett henni." Grímur Thomsen var sennilega eini sanni heimsborgarinn á þingi þá. Honum fannst háskólahugsjónin háfleyg og fyrst og fremst skáldleg því það væri fáheyrt einsdæmi að sjötíuþúsund manna þjóð hefði háskóla. Skáldið setti ofan í við fullhugann með þessari samlíkingu við flug valsins: „Hann sér ekki ævinlega vel fram á veginn þótt hann beini fluginu hátt. Eins er um 2. þingmann Norður Múlasýslu, svo vel sem hann hugsar, og svo háfleygur sem hann er í anda, þá er hann ekki ólíkur valnum, þegar hann er kallaður fálki." Andríki andmælanna hafði betur á þeim tíma. Nú er önnur öld. Vissulega efuðust ýmsir þegar háskólarektor kynnti stefnumörkun um að koma Háskóla Íslands í fremstu röð. Margir hafa ugglaust hugsað sitt. Engum datt þó í hug að kalla valinn fálka. Hitt var ljóst að komið var að vatnaskilum í starfi skólans. Framhaldið var augljóslega háð því hvernig brugðist yrði við á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að fullyrða að menntamálaráðherra hafi brotið blað með þeirri skýru og markvissu skuldbindingu sem undirrituð var í gær. Það er til marks um að gildi fjárfestingar í menntun og rannsóknum er réttilega metið. Engin fjárfesting önnur er traustari undirstaða fyrir efnalegar framfarir en af því tagi sem þessi gerð felur í sér. Hún skilar Háskólanum ekki á leiðarenda þess markmiðs sem sett hefur verið en hún gerir honum kleift að leggja í þá för. Þar að baki liggur vel ráðin og metnaðarfull pólitísk ákvörðun. Mikilvægt er að hlú að fjölbreyttri háskólakennslu í landinu. Samkeppni á sviði vísinda og rannsókna er nauðsynleg. En sú pólitíska ákvörðun sem felst í samningi Háskólans og stjórnvalda markar skýra stefnu um hvar höfuð ábyrgðin liggur á þessu sviði. Með því er ekki gert lítið úr öðrum. Háskólinn hefur fengið byr í seglin. Fróðlegt verður að fylgjast með starfi vísinda- og fræðimanna skólans á komandi tíð. Þjóðin þarf að sjá og fylgjast betur með því starfi sem þar fer fram og reyndar á öðrum vettvangi þar sem rannsóknir eru stundaðar af metnaði og framsýni. Gott aðhald þarf að vera að því starfi. Nú um stundir tíðkast ógjarnan hátimbruð orð eins og notuð voru í upphafi háskólabaráttunnar. En með vissum hætti má segja að í gær hafi rektor og menntamálaráðherra staðið saman sem ágætis tákn fyrir þær þrjár „himinbornu systur" sem þá var lýst.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun