Tvöföld safnplata með Ladda, Hver er sinnar kæfu smiður, kemur út á mánudag. Á plötunum tveimur er að finna öll vinsælustu lögin í flutningi Ladda og spanna þau langan feril hans.
Á plötunum eru lög af sólóplötum Ladda, vinsælustu lögin með Halla og Ladda og jafnframt lög með HLH-flokknum. Safnplatan inniheldur 47 lög og eru þau tekin af þeim sautján plötum sem Laddi hefur sungið inn á. Á meðal laga á plötunum tveimur eru: Austurstræti, Þú verður tannlæknir, Jón Spæjó, Tóti tölvukall, Hvítlaukurinn, Í vesturbænum, Tvær úr Tungunum, Það var úti á Spáni og Súperman.