Hættuleg siglingaleið 4. janúar 2007 06:00 Fyrsta þætti björgunaraðgerða vegna strands flutningaskipsins Wilson Muuga er lokið farsællega. Það er þó langt í frá að mál þetta sé úr sögunni, því nú er eftir að fjarlægja sjálft skipsflakið úr fjörunni við Hvalsnes á Reykjanesi og það getur orðið þrautin þyngri. Yfirvöld og björgunarsveitir lögðu sitt af mörkum til að fyrsti þáttur björgunaraðgerðanna tækist vel, sem raun varð á, og síðan komu sérhæfð fyrirtæki að því að dæla olíunni úr skipinu. Starfsmenn Umhverfisstofnunar og aðrir lærðu sína lexíu við strand Víkartinds fyrir tæpum tíu árum, og kom sú reynsla sér vel núna. Sigling fyrir Reykjanesskaga í slæmu veðri hefur alltaf ákveðna hættu í för með sér, enda urðu þar þó nokkur umtöluð skipsströnd fyrr á tímum, og er strand olíuskipsins Clan líklega mörgum minnisstæðast. Skipið strandaði rétt við Reykjanesvita og liðaðist þar í sundur. Íslenskir skipstjórnarmenn þekkja þessa siglingaleið mjög vel margir hverjir og hafa allan varann á þegar siglt er fyrir Reykjanes og um Reykjanesröstina margumtöluðu. Strand Wilson Muuga er rakið til bilunar í áttavita, að því er fram kom við sjópróf, sem haldin voru í kjölfar strandsins. Reyndir sjómenn hljóta hins vegar að spyrja sig hvort ekki hafi verið maður á útkikki þegar siglt var fyrir nesið, að ekki sé talað um hvort skipstjórnarmenn hafi fylgst með ratsjá og dýptarmælum á þessum hættulegu slóðum. Með allri virðingu fyrir erlendum skipstjórnarmönnum, þá hljóta menn sem alast upp við sjómennsku hér við land að hafa meiri tilfinningu og þekkingu á siglingum við strendur landsins en þeir sem þekkja siglingaleiðirnar mest af kortum. Það er þess vegna umhugsunarefni þegar verið er að flagga íslenskum skipum út og manna þau með erlendum áhöfnum. Íslenskum sjómönnum í farmannastétt hefur fækkað mjög á undanförnum árum og er það miður. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um að breyta siglingaleiðinni fyrir Reykjanes, þannig að stór skip yrðu að að fara dýpra fyrir nesið til að minnka hættuna á mengunarslysi. Þetta myndi lengja siglingaleiðina til Bretlands og meginlandsins nokkuð og því hafa meiri kostnað í för með sér. Áður en ákvörðun verður tekin um þetta ætti hins vegar að brýna fyrir skipstjórnarmönnum sem fara um þetta svæði að huga vel að veðri og vindum áður en siglt er fyrir Reykjanes og fylgja öllum siglingareglum til hins ýtrasta, svo sem að hafa menn á útkikki. Grundvallaratriðið er að öll siglingatæki séu í lagi og að fylgst sé vel með þeim á siglingu sem þessari. Ef slíkt væri gert, mætti áreiðanlega koma í veg fyrir mörg óhöpp. Innan tíðar tekur væntanlega við annar þáttur björgunaraðgerða vegna strands Wilson Muuga. Samkvæmt reglum á að vera búið að fjarlægja flakið úr fjörunni innan sex mánaða frá strandinu, en það verður varla gert eins og hendi sé veifað. Fyrir höndum er mikið verk og erfitt, og æskilegt væri að hefja undirbúning að því sem allra fyrst, því með vorinu kemur hingað mikill fjöldi sjófugla. Fyrsti viðkomustaður margra þeirra er einmitt strendur Reykjanesskagans, þar sem víða er mikið útfiri og kjöraðstæður fyrir fugla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Fyrsta þætti björgunaraðgerða vegna strands flutningaskipsins Wilson Muuga er lokið farsællega. Það er þó langt í frá að mál þetta sé úr sögunni, því nú er eftir að fjarlægja sjálft skipsflakið úr fjörunni við Hvalsnes á Reykjanesi og það getur orðið þrautin þyngri. Yfirvöld og björgunarsveitir lögðu sitt af mörkum til að fyrsti þáttur björgunaraðgerðanna tækist vel, sem raun varð á, og síðan komu sérhæfð fyrirtæki að því að dæla olíunni úr skipinu. Starfsmenn Umhverfisstofnunar og aðrir lærðu sína lexíu við strand Víkartinds fyrir tæpum tíu árum, og kom sú reynsla sér vel núna. Sigling fyrir Reykjanesskaga í slæmu veðri hefur alltaf ákveðna hættu í för með sér, enda urðu þar þó nokkur umtöluð skipsströnd fyrr á tímum, og er strand olíuskipsins Clan líklega mörgum minnisstæðast. Skipið strandaði rétt við Reykjanesvita og liðaðist þar í sundur. Íslenskir skipstjórnarmenn þekkja þessa siglingaleið mjög vel margir hverjir og hafa allan varann á þegar siglt er fyrir Reykjanes og um Reykjanesröstina margumtöluðu. Strand Wilson Muuga er rakið til bilunar í áttavita, að því er fram kom við sjópróf, sem haldin voru í kjölfar strandsins. Reyndir sjómenn hljóta hins vegar að spyrja sig hvort ekki hafi verið maður á útkikki þegar siglt var fyrir nesið, að ekki sé talað um hvort skipstjórnarmenn hafi fylgst með ratsjá og dýptarmælum á þessum hættulegu slóðum. Með allri virðingu fyrir erlendum skipstjórnarmönnum, þá hljóta menn sem alast upp við sjómennsku hér við land að hafa meiri tilfinningu og þekkingu á siglingum við strendur landsins en þeir sem þekkja siglingaleiðirnar mest af kortum. Það er þess vegna umhugsunarefni þegar verið er að flagga íslenskum skipum út og manna þau með erlendum áhöfnum. Íslenskum sjómönnum í farmannastétt hefur fækkað mjög á undanförnum árum og er það miður. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um að breyta siglingaleiðinni fyrir Reykjanes, þannig að stór skip yrðu að að fara dýpra fyrir nesið til að minnka hættuna á mengunarslysi. Þetta myndi lengja siglingaleiðina til Bretlands og meginlandsins nokkuð og því hafa meiri kostnað í för með sér. Áður en ákvörðun verður tekin um þetta ætti hins vegar að brýna fyrir skipstjórnarmönnum sem fara um þetta svæði að huga vel að veðri og vindum áður en siglt er fyrir Reykjanes og fylgja öllum siglingareglum til hins ýtrasta, svo sem að hafa menn á útkikki. Grundvallaratriðið er að öll siglingatæki séu í lagi og að fylgst sé vel með þeim á siglingu sem þessari. Ef slíkt væri gert, mætti áreiðanlega koma í veg fyrir mörg óhöpp. Innan tíðar tekur væntanlega við annar þáttur björgunaraðgerða vegna strands Wilson Muuga. Samkvæmt reglum á að vera búið að fjarlægja flakið úr fjörunni innan sex mánaða frá strandinu, en það verður varla gert eins og hendi sé veifað. Fyrir höndum er mikið verk og erfitt, og æskilegt væri að hefja undirbúning að því sem allra fyrst, því með vorinu kemur hingað mikill fjöldi sjófugla. Fyrsti viðkomustaður margra þeirra er einmitt strendur Reykjanesskagans, þar sem víða er mikið útfiri og kjöraðstæður fyrir fugla.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun