Kreppan með krónuna 2. janúar 2007 06:15 Landsmenn hafa nú heilsað nýju ári. Eitt viðfangsefni blasir við í upphafi þess sem ætla má að sé mikilvægara en flest önnur þegar til lengri tíma er litið. Það er kreppan með krónuna. Við þurfum bærilega stöðugan gjaldmiðil rétt eins og aðrar þjóðir. Krónan hefur ekki staðist þær kröfur sem rétt er að gera í þeim efnum. Sú staðreynd kallar á einhvers konar viðbrögð. Í alþjóðlega opnu viðskiptaumhverfi gera fyrirtækin eðlilega kröfu til þess að stöðugleiki ríki. Hagsmunir launafólks eru þeir sömu. Afkoma almennings er með beinni hætti en nokkru sinni fyrr tengd þróun gjaldmiðilsins. Við stöndum frammi fyrir nýrri áskorun í þessum efnum. Ekki vegna þess að Seðlabankinn hafi tekið vitlausar ákvarðanir eða stjórnvöld fylgt óskynsamlegri stefnu. Heldur fyrir þá sök að aðstæður hafa breyst. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr blasir við nýtt umhverfi bæði heima fyrir og á alþjóðamörkuðum. Við því þarf að bregðast. Nærtæk leið til árangurs er að taka upp evru. Það er hins vegar flókið mál bæði efnahagslega og pólitískt. Aukheldur verður það trauðla gert af styrk og öryggi án aðildar að Evrópusambandinu. Ástæðulaust er þó að útiloka umræðu og athugun á öðrum kostum. Að því er Evrópusambandið varðar hafa allar aðstæður líka breyst. Þau sjónarmið sem áður voru gild gegn aðild eru það sum hver ekki með sama hætti lengur. Þetta verður að hafa í huga við mat á aðstæðum og í allri rökræðu um leiðir til lausnar. Rót vandans er tæplega tímabundin. Ef svo væri er ótrúlegt að sá þungi væri í þessari umræðu sem raun ber vitni. Að sönnu stefnir nú bæði í lækkun vaxta og verðbólgu á þessu ári. Efasemdirnar lúta hins vegar að því að hætt er við að sú þróun verði upphaf að nýju misgengi, fyrst og fremst fyrir þá sök að efnahagslífið styðst við minnsta sjálfstæða gjaldmiðil sem til er í opnu alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Það er ekki ásættanleg staða að efnahagsleg stöðnun sé forsenda fyrir stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Að sama skapi er ógott ef fyrirtækin greinast smám saman í tvo hópa eftir því hvort þau hafa aðstöðu til að taka upp aðra mynt eða ekki. En sú þróun er hafin og verður ekki stöðvuð. Erlend fjárfesting hefur verið mjög takmörkuð ef frá eru talin fyrirtæki sem hingað hafa komið vegna pólitískrar raforkusölu. Gjaldmiðillinn hefur verið hindrun að þessu leyti. Það veikir samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Evran myndi að sjálfsögðu kalla á nýjan og strangari aga við allar efnahagslegar ákvarðanir bæði á opinberum vettvangi og á markaði. Það eru engar einfaldar og með öllu sársaukalausar lausnir til. Viðfangsefnið sem við blasir á þessu sviði kallar ekki á augnabliks ráðstafanir heldur langtíma stefnmótun. Í því ljósi gæti það orðið til skaða að snúa komandi kosningabaráttu upp í átök um svo flókið og viðkvæmt álitaefni. Hitt væri æskilegt að um það yrði rætt með þeim hætti að engum dyrum yrði lokað. Næsta kjörtímabil gæti þannig orðið tími raunhæfrar skoðunar og ábyrgra ákvarðana um framtíðina í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun
Landsmenn hafa nú heilsað nýju ári. Eitt viðfangsefni blasir við í upphafi þess sem ætla má að sé mikilvægara en flest önnur þegar til lengri tíma er litið. Það er kreppan með krónuna. Við þurfum bærilega stöðugan gjaldmiðil rétt eins og aðrar þjóðir. Krónan hefur ekki staðist þær kröfur sem rétt er að gera í þeim efnum. Sú staðreynd kallar á einhvers konar viðbrögð. Í alþjóðlega opnu viðskiptaumhverfi gera fyrirtækin eðlilega kröfu til þess að stöðugleiki ríki. Hagsmunir launafólks eru þeir sömu. Afkoma almennings er með beinni hætti en nokkru sinni fyrr tengd þróun gjaldmiðilsins. Við stöndum frammi fyrir nýrri áskorun í þessum efnum. Ekki vegna þess að Seðlabankinn hafi tekið vitlausar ákvarðanir eða stjórnvöld fylgt óskynsamlegri stefnu. Heldur fyrir þá sök að aðstæður hafa breyst. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr blasir við nýtt umhverfi bæði heima fyrir og á alþjóðamörkuðum. Við því þarf að bregðast. Nærtæk leið til árangurs er að taka upp evru. Það er hins vegar flókið mál bæði efnahagslega og pólitískt. Aukheldur verður það trauðla gert af styrk og öryggi án aðildar að Evrópusambandinu. Ástæðulaust er þó að útiloka umræðu og athugun á öðrum kostum. Að því er Evrópusambandið varðar hafa allar aðstæður líka breyst. Þau sjónarmið sem áður voru gild gegn aðild eru það sum hver ekki með sama hætti lengur. Þetta verður að hafa í huga við mat á aðstæðum og í allri rökræðu um leiðir til lausnar. Rót vandans er tæplega tímabundin. Ef svo væri er ótrúlegt að sá þungi væri í þessari umræðu sem raun ber vitni. Að sönnu stefnir nú bæði í lækkun vaxta og verðbólgu á þessu ári. Efasemdirnar lúta hins vegar að því að hætt er við að sú þróun verði upphaf að nýju misgengi, fyrst og fremst fyrir þá sök að efnahagslífið styðst við minnsta sjálfstæða gjaldmiðil sem til er í opnu alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Það er ekki ásættanleg staða að efnahagsleg stöðnun sé forsenda fyrir stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Að sama skapi er ógott ef fyrirtækin greinast smám saman í tvo hópa eftir því hvort þau hafa aðstöðu til að taka upp aðra mynt eða ekki. En sú þróun er hafin og verður ekki stöðvuð. Erlend fjárfesting hefur verið mjög takmörkuð ef frá eru talin fyrirtæki sem hingað hafa komið vegna pólitískrar raforkusölu. Gjaldmiðillinn hefur verið hindrun að þessu leyti. Það veikir samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Evran myndi að sjálfsögðu kalla á nýjan og strangari aga við allar efnahagslegar ákvarðanir bæði á opinberum vettvangi og á markaði. Það eru engar einfaldar og með öllu sársaukalausar lausnir til. Viðfangsefnið sem við blasir á þessu sviði kallar ekki á augnabliks ráðstafanir heldur langtíma stefnmótun. Í því ljósi gæti það orðið til skaða að snúa komandi kosningabaráttu upp í átök um svo flókið og viðkvæmt álitaefni. Hitt væri æskilegt að um það yrði rætt með þeim hætti að engum dyrum yrði lokað. Næsta kjörtímabil gæti þannig orðið tími raunhæfrar skoðunar og ábyrgra ákvarðana um framtíðina í þessum efnum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun