Enski boltinn

Sheffield Utd. vann með útileikmann í markinu

Þrátt fyrir að útileikmaðurinn Phil Jagielka hafi verið í markinu síðasta hálftímann hjá Sheffield United í viðureign liðsins gegn Arsenal í dag náðu nýliðirnar að innbyrða öll þrjú stigin með 1-0 sigri. Leikmenn Arsenal fundu enga leið framhjá Jagielka í markinu.

Markvörðurinn Paddy Kenny varð fyrir meiðslum á 60. mínútu og gat með engu móti haldið leik áfram. Sheffield Utd. var ekki með neinn varamarkmann á bekknum svo að Jagielka, sem þykir vel yfir meðallagi góður markvörður, fór á milli stanganna og hélt hreinu.

Arsenal sótti án afláts eftir því sem leið en Christian Nade skoraði fyrir nýliðana á 41. mínútu með góðu marki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×