Missti íbúð vegna vanefnda Guðmundar í Byrginu 29. desember 2006 18:43 Kona á miðjum aldri missti íbúð sína og hraktist út á land eftir að Guðmundur og aðrir forráðamenn í Byrginu sviku út úr henni um tvær milljónir króna. Hún ætlar að kæra Guðmund fyrir vanefndir. Það var í febrúar 1999 sem sendiboði Guðmundar í Byrginu kom að máli við Aldísi Einarsdóttur, þá matráðskonu á leikskóla, um að taka lán upp á eina milljón króna fyrir Byrgið vegna uppbyggingar starfseminnar. Aldís samþykkti og tók lánið með veði í íbúðinni sinni. "Guðmundur kom mér heiðarlega fyrir sjónir og þetta var það sem ég hafði áhuga á, að taka þátt í að byggja upp fólk sem hefur orðið undir." Til að hafa vaðið fyrir neðan sig óskaði Aldís eftir yfirlýsingu frá Byrginu - sem Guðmundur Jónsson undirritar - þar sem því er lofað að afborganir verði greiddar skilvíslega - og verði vanskil hafi Aldís heimild til að senda það í innheimtu. Mánuði síðar var Aldís beðin um að skrifa upp á lán fyrir Byrgið - sú uppáskrift endaði með því að fjárnám var tekið í 3ja herbergja íbúð Aldísar í Engihjalla - sem skrifstofustjóri Byrgisins viðurkennir með yfirlýsingu að hafi verið tekið vegna skuldar sem stofnað var til vegna Byrgisins. "Guðmundur byrjaði að borga inn á fyrra lánið og gerði það fyrstu mánuðina," segir Aldís en eftir nokkra mánuði hættu greiðslur að berast. Aldís gekk ítrekað á eftir greiðslum og beið með það í heilt ár að hafa samband við lögmann til að fá skuldina innheimta. "Ég hringdi í Guðmund fram og aftur en hann var hættur að svara símanum þegar ég hringdi."Dögg Pálsdóttir lögmaður Aldísar skrifaði Árna Magnússyni þáverandi félagsmálaráðherra bréf í maí 2004 þar sem hún rekur samskipti Aldísar og Byrgisins og hefur það eftir Aldísi að það sé ábyrgðarhluti af hálfu hins opinbera að láta almannafé renna til Byrgisins á sama tíma og einstaklingar líði fyrir óábyrga fjármálastjórn. Ekki er að sjá að ráðuneytið hafi brugðist við þessari viðvörunarbjöllu, enda hefur Byrgið síðan fengið tugi milljóna í opinbera styrki, auk þess sem ríkið keypti húsnæði undir meðferðarheimilið.Alls voru það rúmar tvær milljónir sem Aldís þurfti að greiða vegna vanskila forráðamanna Byrgisins og urðu til þess að hún varð að selja ofan af sér og flytja út á land þar sem hún fékk ódýrara húsnæði. Fréttir Innlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira
Kona á miðjum aldri missti íbúð sína og hraktist út á land eftir að Guðmundur og aðrir forráðamenn í Byrginu sviku út úr henni um tvær milljónir króna. Hún ætlar að kæra Guðmund fyrir vanefndir. Það var í febrúar 1999 sem sendiboði Guðmundar í Byrginu kom að máli við Aldísi Einarsdóttur, þá matráðskonu á leikskóla, um að taka lán upp á eina milljón króna fyrir Byrgið vegna uppbyggingar starfseminnar. Aldís samþykkti og tók lánið með veði í íbúðinni sinni. "Guðmundur kom mér heiðarlega fyrir sjónir og þetta var það sem ég hafði áhuga á, að taka þátt í að byggja upp fólk sem hefur orðið undir." Til að hafa vaðið fyrir neðan sig óskaði Aldís eftir yfirlýsingu frá Byrginu - sem Guðmundur Jónsson undirritar - þar sem því er lofað að afborganir verði greiddar skilvíslega - og verði vanskil hafi Aldís heimild til að senda það í innheimtu. Mánuði síðar var Aldís beðin um að skrifa upp á lán fyrir Byrgið - sú uppáskrift endaði með því að fjárnám var tekið í 3ja herbergja íbúð Aldísar í Engihjalla - sem skrifstofustjóri Byrgisins viðurkennir með yfirlýsingu að hafi verið tekið vegna skuldar sem stofnað var til vegna Byrgisins. "Guðmundur byrjaði að borga inn á fyrra lánið og gerði það fyrstu mánuðina," segir Aldís en eftir nokkra mánuði hættu greiðslur að berast. Aldís gekk ítrekað á eftir greiðslum og beið með það í heilt ár að hafa samband við lögmann til að fá skuldina innheimta. "Ég hringdi í Guðmund fram og aftur en hann var hættur að svara símanum þegar ég hringdi."Dögg Pálsdóttir lögmaður Aldísar skrifaði Árna Magnússyni þáverandi félagsmálaráðherra bréf í maí 2004 þar sem hún rekur samskipti Aldísar og Byrgisins og hefur það eftir Aldísi að það sé ábyrgðarhluti af hálfu hins opinbera að láta almannafé renna til Byrgisins á sama tíma og einstaklingar líði fyrir óábyrga fjármálastjórn. Ekki er að sjá að ráðuneytið hafi brugðist við þessari viðvörunarbjöllu, enda hefur Byrgið síðan fengið tugi milljóna í opinbera styrki, auk þess sem ríkið keypti húsnæði undir meðferðarheimilið.Alls voru það rúmar tvær milljónir sem Aldís þurfti að greiða vegna vanskila forráðamanna Byrgisins og urðu til þess að hún varð að selja ofan af sér og flytja út á land þar sem hún fékk ódýrara húsnæði.
Fréttir Innlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira