Enski boltinn

Ekki langt í endurkomu Henry

Thierry Henry hefur verið sárt saknað af stuðningsmönnum Arsenal.
Thierry Henry hefur verið sárt saknað af stuðningsmönnum Arsenal. MYND/Getty

Að sögn Arsene Wenger, stjóra Arsenal, er ekki langt til að fyrirliði liðsins, framherjinn Thierry Henry, geti spilað að nýju. Henry hefur misst af síðustu sjö leikjum vegna álagsmeiðsla og er stefnt á að hann taki þátt í bikarleiknum gegn Liverpool þann 6. janúar næstkomandi.

"Hann er að gera vel á æfingum. Hann er ekki langt frá því að snúa aftur," sagði Wenger við Skysports í dag."

Emmanuel Adebayor, sóknarmaðurinn sem hefur fyllt skarð Henry í framlínunni síðustu vikur og staðið sig mjög vel, á einnig við meiðsli að stríða og er ljóst að hann mun missa af næstu tveimur leikjum liðsins hið minnsta. Wenger er hins vegar ekki áhyggjufullur yfir skorti á sóknarmönnum.

"Við höfum úr stórum leikmannahópi að velja og fullt af ungum leikmönnum sem geta staðið sig. Ég vill ekki taka neinn annan fram yfir þá," sagði Wenger og átti þá við að hann myndi ekki kaupa neina leikmenn þegar leikmannaglugginn opnar á ný í byrjun næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×