Þórir Oddson, vararíkislögreglustjóri, lætur af störfum um áramótin en honum var í dag veitt viðurkenning fyrir starf sitt í þágu löggæslu á landinu. Þórir hefur starfað við embættið frá stofnun þess, eða 1. júlí 1997.
Við af honum tekur Sigríður B. Guðmundsdóttir en hún gegndi áður starfi sýslumanns á Ísafirði.