Erlent

Brown fær fólk enn til að dansa

Maður sem kallar sig Black Velvet líkir eftir söngi og framkomu James Browns, fyrir utan Apollo-leikhúsið í Harlem, þar sem lík Browns liggur frammi.
Maður sem kallar sig Black Velvet líkir eftir söngi og framkomu James Browns, fyrir utan Apollo-leikhúsið í Harlem, þar sem lík Browns liggur frammi. MYND/AP

Þrátt fyrir að James Brown sé farinn yfir móðuna miklu getur hann enn fengið fólk til þess að dansa. Þúsundir manna komu saman fyrir utan Apollo leikhúsið í Harlem í gær þar sem kista hans lá opin og fólk gat vottað honum virðingu sína. Brown steig fyrst á svið í Apollo leikhúsinu árið 1956 og var það upphafið að 50 ára ferli hans. Hestvagn keyrði með kistu Browns í gegnum Harlem og hundruð manna eltu dansandi og syngjandi lag hans "Say it loud, I´m black and I´m proud" en það lag var einkennislag margra í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×