Innlent

Afsláttarkort send heim frá áramótum

Tryggingastofnun stefnir að því að verða notendavænni og nær nútímanum, og spara þannig sjúklingum sporin, segir forstjóri Tryggingastofnunar. Um áramót mun stofnunin byrja að senda sjúklingum afsláttarkort sjálfkrafa. Um er að ræða gríðarlega mikilvægt réttindamál, segir formaður öryrkjabandalagsins.

Hingað til hefur fólk þurft að safna kvittunum og senda Tryggingastofnun til að fá afsláttarkort sem færir því afslátt af lyfjum og þjónustu. Þegar fólk hefur greitt 18 þúsund krónur fyrir læknis-og heilbrigðisþjónustu á innan við ári hefur það getað sótt um kortin.

Hingað til hefur fólk þurft að safna kvittunum og senda Tryggingastofnun til að fá afsláttarkort sem færir því afslátt af lyfjum og þjónustu. Þegar fólk hefur greitt 18 þúsund krónur fyrir læknis-og heilbrigðisþjónustu á innan við ári hefur það getað sótt um kortin.

Nú um áramót verður breyting á og afsláttakortið verður sent sjálfkrafa til þeirra sem ná hámarksupphæðinni og endurgreiðslur verða lagðar beint inn á bankareikning viðkomandi einstaklings.

Karl Steinar Guðnason forstjóri Tryggingastofnunar segir þetta skref hafa verið draum lengi. Hann segir þó enn vanta upplýsingar frá sjúkrahúsum og heilsugæslustöðum, en til að byrja mneð gildi kortin fyrir sérfræðiþjónustu. Þetta er gert til að færa rétt til fólks þar sem fjöldinn allur hafi ekki nýtt sér þennan rétt.

Sigursteinn Másson formaður Öryrkjabandalagsins segir um að ræða gríðarlega mikilvægt réttindamál, sérstaklega fyrir sjúklinga sem gangi erfiðlega að henda reiður á kvittunum og töpuðu þar af leiðandi réttindum. Hann fagnar þessu framtaki og segir mikið hagræði af fyrirkomulaginu.

Karl Steinar segir vilja fyrir því að ná samningum og ganga sem allra fyrst frá samningum og kostnaðartilfærslum svo upplýsingarnar berist líka frá heimilis-eða heilsugæslulæknum og sjúkrahúsum, enda sé stefna Tryggingastofnunar að verða notendavænni og nær nútímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×