Enski boltinn

Mascherano til Liverpool?

Rafael Benitez er sagður sjá leik á borði í málum Javier Mascherano hjá West Ham og er jafnvel talið að spænski stjórinn hjá Liverpool muni bjóða í Argentínumanninn þegar leikmannaglugginn opnast að nýju í janúar.

Mascherano virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá Alan Curbishley, stjóra West Ham, og í gær bárust fregnir af því að hann væri líklega á leið til Juventus í janúar. Samkvæmt reglum FIFA má leikmaður ekki skipta um félag tvisvar á sömu leiktíð en vegna þeirrar einkennilegu stöðu sem Mascherano er í er talið að FIFA muni veita leikmanninum undanþágu.

Talið er þó að Mascherano hafi sjálfur meiri áhuga á því að flytjast burt frá Englandi jafnvel þó hann færi að leika í B-deildinni á Ítalíu. Mascherano hefur gengið illa að aðlagast lífinu í Englandi og hefur sjálfur sagt að honum myndi líklega hugnast betur á Ítalíu eða Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×