Erlent

Bandaríkin segja Ísraela brjóta gegn Vegvísinum

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sést hér í fylgd öryggisvarða sinna.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sést hér í fylgd öryggisvarða sinna. MYND/AP

Bandarísk yfirvöld segja að ný áætlun Ísraela um að byggja upp hverfi í fyrrum herstöð á Vesturbakka myndi brjóta gegn Vegvísinum svokallaða, en það er samkomulagið sem að bandarísk yfirvöld, Ísrael og Palestína sættust á.

Bandaríkin sögðu í opinberri yfirlýsingu að Ísrael ætti að virða Vegvísinn og halda sig við hann því að ef þau fara frá honum gæti það komið í veg fyrir að friður náist á milli stríðandi aðila á svæðinu. Evrópusambandið hefur líka sagt að það hafi miklar áhyggjur af þessari þróun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×