Fótbolti

Forráðamenn Real bíða ekki lengur

David Beckham hefur mátt þola að verma varamannabekkinn að mestu hjá Real Madrid í ár.
David Beckham hefur mátt þola að verma varamannabekkinn að mestu hjá Real Madrid í ár. MYND/Getty

David Beckham hefur frest fram á gamlárskvöld til að svara nýju samningstilboði frá Real Madrid, ellegar verði hann seldur frá félaginu í janúar. Þessu er haldið fram í spænskum fjölmiðlum í morgun.

Beckham og Real hafa lengi átt í viðræðum um nýjan tveggja ára samning og hefur félagið boðið honum samning með sömu launakjörum og hann hefur nú. Samkvæmt umboðsmanni Beckham hefur ákvörðunin ekkert með peninga að gera, heldur vill Beckham spila reglulega með liðinu. Það hefur hann ekki verið að gera upp á síðkastið. Forráðamenn Real Madrid eru hins vegar orðnir leiðir á biðinni og vilja fá svar frá fyrrum enska landsliðsfyrirliðanum.

Talið er að Bolton, Portsmouth, West Ham, Tottenham og jafnvel Manchester United fylgist vel með gangi mála í Madrid þessa dagana og bíða eftir því að fá leyfi til að ræða við Beckham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×