Innlent

Nýr stjórnmálaflokkur stofnaður

Nýr stjórnmálaflokkur, sem fengið hefur nafnið Flokkurinn, hefur verið stofnaður. Meðal áhersluatriða er að breyta kosningakerfinu og afnema ný lög um styrki til stjórnmálaflokka.

Hvatamaðurinn að þessari flokksstofnun er Haukur Nikulásson en að baki honum er hópur manna sem til þessa hefur tilheyrt ýmsum stjórnmálaflokkum. Flokkurinn hefur verið skráður og sótt verður um listabókstafinn A. Haukur segir að flokkurinn sé jafnaðarmannaflokkur. Andstaða gegn nýjum lögum um ríkisstyrki til stjórnmálaflokka er meðal stefnumála - enda eru þau hindrun í vegi nýrra stjórnmálaflokka.

Síðustu mánuði hefur Haukur kynnt þingmönnum og öðrum hugmynd sína að nýju kosningakerfi sem byggir á að hver kjósandi fær tíu atkvæði til að ráðstafa til að velja tíu menn - jafnvel þvert á flokkslínur og að landið verði eitt kjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×