Enski boltinn

Mourinho: Veit ekkert hvenær Terry snýr aftur

Mikilvægi John Terry fyrir Chelsea sést líklega best þegar hann er fjarverandi í liðinu.
Mikilvægi John Terry fyrir Chelsea sést líklega best þegar hann er fjarverandi í liðinu. MYND/Getty

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, kvaðst í viðtali eftir jafnteflið gegn Reading í dag ekki hafa hugmynd um hvenær fyrirliðinn John Terry yrði leikfær. Jafnframt greindi Mourinho frá því að Terry þyrfti hugsanlega að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna.

Ljóst er að Terry er sárt saknað í vörn Chelsea sem hefur verið óvenjulega ótraust í fjarveru fyrirliða síns. Skortur á sjálfstrausti í öftustu línu er vel sjáanlegt, eins og kannski slysalegt sjálfsmark Michael Essien gegn Reading í dag sannar hvað best. Og Mourinho hefur áhyggjur.

"Ég vill fá hann aftur í liðið sem allra fyrst. Læknar liðsins verða að taka ákvörðun um hann sem fyrst. Þeir segja að aðgerð sé hugsanleg. Ég fer fram á að þeir ákveði sig fljótt," sagði Mourinho og bætti því við að hann hefði enga hugmynd um hversu lengi Terry yrði að jafna sig. "Þrír dagar, þrjár vikur, þrír mánuðir - ég hef ekki hugmynd."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×